Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 78
76 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Bókarýni Í skugga réttlætisins (In the Shadow of Justice) eftir Katarinu Forrester segir sögu bókar eftir Bandaríkjamanninn John Rawls (1921–2002) sem kom út árið 1971 og heitir Kenning um réttlæti (A Theory of Justice). Þetta er merkileg saga því verk Rawls gnæfir hátt yfir flatneskjuna í stjórnmálaheimspeki síðustu aldar og hefur enn ómæld áhrif á rökræður og skrif um siðferði og réttlátt samfélag. Áratugina á undan útkomu Kenningar um rétt læti höfðu heimspekileg skrif um stjórnmál hvorki farið hátt né haft mikil áhrif. Umfjöllun um slík efni var mest undir áhrifum heimspeki- kenninga sem mótuðust áður en tuttugasta öldin gekk í garð – sem sagt hvorki mjög frumleg né nýstárleg. Upp úr miðri öldinni bar mest á sjónar-miðum í anda nytjastefnu hjá þeim sem á annað borð töldu að vísindi og fræði hefðu eitthvað bitastætt að segja um rétt og rangt. Talsmenn þeirrar stefnu leggja gjarna meiri áherslu á hag heildarinnar en réttindi einstaklinganna og telja mestu varða að sem flestum líði vel. Lungann af síðustu öld höfðu ýmis afbrigði af rökfræðilegri raunhyggju og framstefnu (e. positivism) mikil áhrif við háskóla vítt og breitt um heiminn. Þau áttu það flest sameiginlegt að vefengja að til væri neinn eiginlegur sannleikur um siðferðileg efni. Samkvæmt kokkabókum heimspekinga sem fylgdu þessum stefnum kvað vera til hlutlægur sannleikur um hvernig heimurinn er en aðeins huglæg viðhorf um hvernig hann ætti að vera. Þeir drógu gjarna skil milli stað reynda og gilda og töldu að rannsóknir, vísindi og fræði hlytu að snúast um stað- reyndir en vera hlutlaus um gildi. Atli Harðarson Í skugga réttlætisins In the Shadow of Justice: Postwar Liberalism and the Remaking of Political Philosophy Höfundur: Katarina Forrester Útgefandi: Princeton University Press 2019 432 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.