Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 95
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 93 Fjölbreytileikaboðskapurinn er því yfirborðs kenndur því hann skiptir bara út ytri einsleitni og innri fjölbreytileika fyrir ytri fjölbreytileika og innri einsleitni. Fjöl- breytileikinn er með öðrum orðum af hinu góða svo lengi sem allir hugsa eins og hafa meðtekið og tileinkað sér doxu hins nýja samfélagsmódels. Hinum sýnir hið nýja sam- félag, sem stærir sig þó af meintu umburðar- lyndi sínu, engan skilning. Þegar öllu er á botninn hvolft býr einstaklingssamfélagið, sem hófst á uppreisn gegn yfirvaldi og hvers kyns menningarlegri „skilyrðingu“, bara til aðra tegund „skilyrðingar“ byggða á valdi, sem getur ekki gert trúverðugt tilkall til að vera réttmætari en sú sem hún ruddi úr vegi. Þá eru ótalin þau umfangsmiklu afskipti hins opinbera af ákvörðunum og ráðstöfunum einkaaðila sem réttlætt eru í nafni „jafnréttis“ og baráttunnar gegn „mismunun“. En í glímunni við þyngdarafl menningar- mismunarins er grunnregla hins frjálslynda samfélags um jafnan rétt þegnanna lögð til hliðar í þágu ýmiss konar „jákvæðrar“ mismununar – eins og það heitir á orwellísku máli nýja samfélagsins. Rökréttur endapunktur þessarar nýju sam- félagsgerðar virðist því marka endalok ekki aðeins þjóðríkisins, heldur einnig frjálslyndrar samfélagsgerðar, með þeirri aðgreiningu milli ríkisvaldsins og hins borgaralega samfélags sem einkennir hana. Eitt megin- einkenni alræðisríkja er einmitt skorturinn á þessari aðgreiningu; í slíkum ríkjum viður- kennir ríkisvaldið engin takmörk á valdi sínu. Upphafning ótakmarkaðs sjálfsforræðis einstaklingsins og leitarinnar að hinu „raunverulega sjálfi“ er firra, því það sem róttæklingar kalla „menningarlega innrætingu“ er bara eðlileg miðlun menningar og samansafnaðrar visku samfélagsins. Leitin að „algjörri frelsun“ einstaklingsins þýðir í raun annaðhvort stjórnleysi eða alræði, sem er einmitt tvennt af því sem einkennir í auknum mæli vestrænt samfélag. Sagnfræðingurinn Christopher Clark kaus að gefa bók sinni um fyrri heimsstyrjöldina, sem markaði upphaf þessarar löngu og öfgafullu tuttugustu aldar, titilinn Svefngenglarnir, til að undirstrika þá hugmynd, að þeir sem héldu um stjórnartaumana í Evrópu hefðu gengið líkt og í svefni inn í stríð sem enginn hefði gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar hefði. Á sama hátt má segja að í þeirri geðshræringu sem fylgdi falli ástsæls forseta hafi Bandaríkjamenn hrasað inn í heim sem þeir höfðu ekki heldur fyllilega gert sér grein fyrir hvað fæli í sér; og í kapphlaupinu frá þjóðríkinu inn í heim fjölmenningar- og einstaklingssamfélagsins má greina svipaða tilhneigingu til að æða áfram án nægrar fyrirhyggju eða skýrrar hugmyndar um það hvert ferðinni er heitið. Eflaust er það ekki fyrr en öld öfganna lýkur að hægt verður að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð hafa verið og hefja endurreisn frjálslynds sam- félags sem byggt er á skynsemi og hófsemd. Líklega er það þó hendingu háð hvort eitthvað stendur eftir af vestrænni menningu að henni lokinni. Höfundur er fyrrverandi nemandi franska stjórnsýsluskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.