Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 71
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 69
Hildur fæddist árið 1982, ólst upp í Hafnarfirði
en býr nú í Berlín. Hún er tónsmiður og
helsta hljóðfæri hennar er selló. Tónlistarferill
hennar byrjaði þegar hún var 15 ára gömul
og frá þeim tíma hefur hún gefið út margar
sólóplötur og samstarfsplötur. Árið 2011
byrjaði hún að vinna við kvikmyndatónlist.
Hún byrjaði að vekja mikla athygli á síðasta
ári þegar hún fékk mikið lof fyrir tónsmíðina í
sjónvarpsþáttunum Chernobyl, sem fjalla um
eitt stærsta kjarnorkuslys sögunnar sem átti
sér stað í Úkraínu árið 1986. Hildur vann m.a.
bandarísku Grammy-tónlistarverðlaunin og
Emmy-sjónvarpsverðlaunin fyrir þá þætti.
Joker skaut Hildi svo enn hærra á stjörnu-
himininn þegar hún vann til Óskarsverðlauna,
en hún vann m.a. líka bresku kvikmynda-
verðlaunin BAFTA og Golden Globe-
verðlaunin, sem veitt eru af samtökum
erlendra blaðamanna í Hollywood. Kvikmyndin
Joker er upprunasaga eins helsta andstæðings
Leðurblökumannsins. Fjallar hún um Arthur
Fleck og hvernig mótlætið sem hann mætir
í lífinu breytir honum smám saman í Jóker,
stórglæpamanninn síhlæjandi. Hildur vakti
mikla athygli fyrir tónlist sína í myndinni,
sérstaklega þar sem hún samdi hluta hennar
á meðan verið var að taka myndina upp og
leikstjórinn spilaði tónlist hennar undir við
upptökur sumra atriðanna. Kvikmyndin varð
sjötta vinsælasta myndin á heimsvísu árið 2019.
Óskarsverðlaunin eru elstu kvikmynda-
verðlaunin í heiminum og hafa verið veitt
árlega í Los Angeles frá 1929. Þau vekja ávallt
heimsathygli og eru sýnd í beinni útsendingu
út um allan heim. Margir af þekktustu
leikurum og kvikmyndagerðarmönnum
heims hafa verið tilnefndir til verðlauna.
Áður en Hildur Guðnadóttir steig á svið til
að taka á móti Óskarsstyttunni höfðu átta
aðrir Íslendingar verið tilnefndir til þessara
verðlauna.
Sturla Gunnarsson var fyrsti Íslendingurinn til
að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna. Hann
fæddist árið 1951 á Íslandi en fluttist þegar
hann var 6-7 ára til Kanada, þar sem hann
hefur búið allt sitt líf. Fyrsta kvikmyndin sem
hann leikstýrði var heimildarmyndin After
the Axe, sem kom út árið 1982. Fjallar hún
um reynslu stjórnenda af því að vera reknir úr
vinnu og tilkomu nýrrar atvinnugreinar sem
sérhæfir sig í meðhöndlun slíkra uppsagna.
Þessi frumraun hans í leikstjórn gekk svo vel
að myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta heimildarmyndin í fullri lengd.
Næstur til að vera tilnefndur til Óskars-
verðlauna var Friðrik Þór Friðriksson fyrir leik-
stjórn sína á kvikmyndinni Börn náttúrunnar.
Hann fæddist árið 1953 í Reykjavík og var
Börn náttúrunnar önnur mynd hans í fullri
lengd, eftir kvikmyndina Skytturnar. Hann
hafði áður gert fjórar heimildarmyndir og
þrjár stuttmyndir. Börn náttúrunnar kom út
árið 1991 og fjallar um gamlan mann úr
sveit sem flytur á elliheimili í Reykjavík. Þar
endurnýjar hann ást sína við gamla kærustu
og saman strjúka þau af elliheimilinu.
Kvikmyndin var tilnefnd sem besta erlenda
myndin og vakti það mikla athygli innanlands
að Stöð 2 varð fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin
til að sýna beint frá verðlaunahátíðinni. Þrátt
fyrir að oft sé talað um að Friðrik Þór Friðriks-
son hafi verið tilnefndur til Óskarsverðlauna
er það ekki beint rétt, því samkvæmt reglum
Óskarsverðlaunaakademíunnar var myndin
tilnefnd sem besta erlenda myndin fyrir Íslands
hönd en leikstjórinn var fulltrúi myndarinnar.
Sá þriðji til að vera tilnefndur var Pétur Hlíðdal,
sem starfar sem hljóðblöndunarmaður. Hann
fæddist árið 1945 á Íslandi en fluttist þriggja
ára til Bandaríkjanna með móður sinni eftir
að faðir hans fórst í flugslysi á Hellisheiði.
Hann hefur starfað við yfir 80 kvikmyndir frá
1972. Margar af þessum myndum voru m.a.
stórmyndir eða myndir með stórleikurum
eins og t.d. Edward Scissorhands, Batman
Returns, The Client, A Time to Kill, Assassins,
High Fidelity, Old School, Syriana, The Holiday,
Lions for Lambs, Charlie Wilson´s War, Shutter
Island, Oz the Great and Powerful, Captain
America: The Winter Soldier og Captain
America: Civil War.