Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 53
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 51 Tjáningarfrelsi er forsenda lýðræðis Lýðræðislegar kosningar eru samkvæmt þessu leið kjósenda til að lýsa afstöðu sinni til þess hvernig haldið skuli um stjórnartaumana. Þetta geta menn ekki gert án þess að nota vitsmuni sína. Í því samhengi þjóna hugsunar- frelsi og tjáningarfrelsi algjöru lykilhlutverki.5 Ef menn geta fallist á að lýðræðið byggi á því að frambjóðendur setji fram hugmyndir sínar og höfði til hyggjuvits kjósenda (fremur en tilfinninga) blasir jafnframt við að lýðræðið er háð því að menntun, kennsla og fræðistörf þjóni öllum almenningi, enda er það forsenda þess að lýðræðið virki sem skyldi, sem brjóst- vörn gagnvart fávísi, ofstæki, ofbeldi, kúgun og harðstjórn. Ef okkur á að takast að beina stjórn landsins í góðan farveg þurfum við að geta tjáð okkur, hlustað, skilið og dregið sjálf- stæðar ályktanir. Þær ályktanir verða að byggjast á traustum grunni, þar sem kjósendur geta greint á milli sannleiks og blekkingar. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á lýðræðislegri undirstöðu og miðar að því að hamla gegn ofríki og misbeitingu valds. Í því felst að handhafar ríkisvalds gangi ekki, í embættis- færslu sinni, út fyrir þau mörk sem stjórnar- skráin setur þeim.6 Hinn lýðræðislegi grunnur gerir að verkum að löggjafarþing fullvalda þjóðar gegnir algjöru lykilhlutverki í stjórn- skipun okkar. Alþingi er leiðandi og stefnu- markandi stofnun. Hlutverk þingsins er að setja lög sem ráðherrar framkvæma og dómarar dæma eftir. Af þessu er augljóst að stjórnskipun okkar byggir á þeirri skýru undirstöðu að kjörnir fulltrúar almennings, sem þegið hafa umboð sitt í lýðræðislegum kosningum, stýri málum í samræmi við vilja kjósenda og svari til ábyrgðar fyrir embættis- verk sín gagnvart kjósendum. Til áminningar skal áréttað að 1. gr. stjórnar- skrárinnar er afdráttarlaus um þann lýðræðislega grundvöll sem ríkisvaldið hvílir á: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Í þessu felst að ráðherrar sem boðið hafa fram krafta sína í þágu kjósenda svara til pólitískrar og lýðræðislegrar ábyrgðar fyrir störf sín og þurfa að hverfa úr embætti missi þeir stuðning þingsins.7 Þannig geymir upphafsákvæði stjórnarskrárinnar skýr fyrirmæli um ábyrgð og störf ráðherra, sem sérhver íslenskur dómari þekkir vel, hafandi unnið eið að stjórnarskránni. Inntak þeirrar greinar sem hér birtist lýtur að því hvort rétt sé og viðunandi að dómarar við erlenda dómstóla og embættismenn sem starfa við yfirþjóðlegar stofnanir, sem ekki hafa unnið neinn sambærilegan eið að íslenskri stjórnar- skrá, geti gripið inn í íslensk stjórnarmálefni með beinum hætti. Greinin er rituð til að hvetja lesendur til vakandi meðvitundar um stöðu lýðveldisins í framangreindu samhengi, sem og innan yfirþjóðlegs stofnanaumhverfis EES samningsins, sem nú verður nánar vikið að. Kjörnir fulltrúar eða tæknimenn? Iðnvædd samfélög nútímans eru tæknivæddari en samfélög fyrri tíma. Slíkt kallar á margs konar reglur um tæknilegar útfærslur og tæknilega framkvæmd. Sjálfsagt er að sér- fræðingar með vit á tækniatriðum komi að samningu slíkra reglna. Þannig má t.d. eftir- láta sérfræðingum að ákvarða hagkvæmustu flutningsleiðir rafmagns og straumstyrk. Öðru máli gildir hins vegar um stefnumörkun á sviði raforkumála, t.d. hvað varðar félags- lega þætti, byggðasjónarmið, öryggisþætti, hagnaðarsjónarmið o.fl. Með fullri virðingu fyrir tæknimönnum, sérfræðingum og embættismönnum getur það ekki verið þeirra hlutverk að semja lög og marka samfélaginu pólitíska og siðræna stefnu. Stóru málin á nú sem fyrr að taka til almennrar umræðu og lýðræðislegrar ákvarðanatöku. Undirritaður blandaði sér í umræðu um þriðja orkupakkann (O3) með vísan til þess að málið væri af þeirri stærðargráðu að það bæri að útkljá samkvæmt reglum íslenskrar stjórnskipunar um lýðræði, þingræði, hand- höfn lagasetningarvalds og ábyrgð kjörinna fulltrúa gagnvart íslenskum kjósendum. Stjórnarskrárákvæði marka grundvöll samfélags okkar og skilgreina hvernig stjórn landsins skuli vera háttað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.