Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 23
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 21
11. Gerið ykkur grein fyrir að
umboðsvandinn er alltumlykjandi
og grípið til aðgerða til að lágmarka
skaðann sem af honum hlýst.
Við hönnun á opinberum aðgerðum til
stuðnings nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi
þurfum við að vera mjög meðvituð um að
þar blandast saman háleitar hugsjónir og
hefðbundnir hagsmunir. Um leið og einhvers
konar kerfi er sett á laggirnar þar sem opinbert
fjármagn kemur við sögu þarf að gæta
sérstaklega vel að því að viðhalda skilningi
á upprunalegum tilgangi (hugsjóninni) en
gæta þess að kerfið fari ekki að snúast um
sig sjálft (hagsmunina). Það er til að mynda
umhugsunarefni hvort ekki sé rétt að huga
með reglulegu millibili að uppstokkun á
stofnana umgjörð í nýsköpunarmálum til
þess að reyna að koma í veg fyrir að mála-
flokkurinn verði stofnanavæðingu að bráð.
Allra fyrsta leiðarljós nýsköpunarstefnunnar:
„Hugvit einstaklinga er mikilvægasta upp-
spretta nýsköpunar“ er í raun árétting um þá
staðreynd að nýsköpun á ætíð uppruna sinn
hjá einstaklingum, en ekki stofnunum eða
fyrirtækjum. Vissulega geta einstaklingar
innan ýmiss konar skipulagsheilda verið
uppsprettur nýsköpunar en reynslan sýnir að
frumkvöðlakrafturinn er að jafnaði líklegasti
farvegurinn fyrir nýsköpun, og mikilvægt er
að hanna umgjörð nýsköpunar þannig að
þeim krafti sé ekki haldið í skefjum til þess að
viðhalda óbreyttu ástandi eða hagsmunum
stofnana og rótgróinnar hugsunar.
Leiðarljós númer átta og níu – þar sem lögð
er áhersla annars vegar á að fjármagn rati til
frumkvöðla og rannsókna, og hins vegar að
útgjöld verði ekki mælikvarði árangurs – eru
einmitt sett fram til þess að hamla gegn þeirri
tilhneigingu að varðstaða um sérhagsmuni
skyggi smám saman á upprunaleg markmið
með þeim stofnunum og áætlunum sem
stjórnvöld setja á fót.
12. Gerið menntun að lykilþætti.
Nýsköpunarstefnan tilgreinir mannauð sem
einn af hornsteinum nýsköpunar. Þar skiptir
menntun í samfélaginu, bæði innan skóla-
kerfisins og utan þess, mjög miklu máli.
Hér á Íslandi er lögð mikil áhersla á tengsl
nýsköpunar umhverfisins við menntakerfið,
einkum í háskólunum. Til þess að vera
samkeppnishæf á alþjóðlega vísu þurfa
íslensk nýsköpunarfyrirtæki að byggjast
á framúrskarandi mannauði, þar sem fer
saman bókvit, hugvit, verkvit og viðskiptavit.
Sköpunar gleði og hugrekki til framkvæmda
þurfa að vera eiginleikar sem raunveruleg
rækt er lögð við í skólakerfinu, þótt vitaskuld
sé mikilvægast af öllu að tryggja að nemendur
fái tækifæri til þess að öðlast og þroska þá
grundvallarfærni sem þarf til þess að fóta sig
í heimi alþjóðlegrar samkeppni. Þar skiptir
kunnátta í raungreinum, verklegum greinum
og tungumálum líklega mestu máli.
Það er mikilvægt að stjórnvöld fari ekki of hratt í þeim efnum að dæla
fjármagni inn í nýsköpunarumhverfið því þá getur ekki átt sér stað sú
nauðsynlega grisjun sem þarf til þess að markaðurinn leiði fram þau
fyrirtæki og hugmyndir sem líklegastar eru til að ná árangri.