Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 27

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 27
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 25 Hlýnun jarðar verður ekki snúið við nema með nýjungum í framleiðslu, þjónustu og ferlum og sú áskorun sem felst í öldrun þjóða verður ekki leyst nema með nýsköpun. Innan fyrirtækja leiðir nýsköpun til nýjunga í framleiðslu, nýrrar þjónustu eða þróunar á ferlum. Með nýsköpun sækja fyrirtæki fram í samkeppni á markaði og skapa sér sérstöðu. Efnahagslífið nýtur góðs af þessari þróun þegar ný störf verða til og aukin verðmæti. Nýsköpun í iðnaði hefur til að mynda skapað ný verðmæti í tengslum við sjávarútveg bæði með nýrri tækni til betri nýtingar hráefna betur og aukinna afkasta sem og hvernig nú er hægt að nýta hráefni sem áður fóru til spillis með líftækni. Kannski er þó mikilvægasta hlutverk nýsköpunar það að atvinnugreinar sem byggja á hugviti, hátækni og nýsköpun jafna sveiflur í hagkerfinu sem verða vegna ytri áfalla, sem leggjast oft þungt á aðrar atvinnugreinar, sérstaklega þær sem háðar eru náttúrulegum skilyrðum. Dæmi um ytri áföll geta verið aflabrestur, náttúruhamfarir eða heimsfaraldur, líkt og sá sem heims- byggðin stendur frammi fyrir um þessar mundir. En hvert er hlutverk hins opinbera við að efla nýsköpun? Það er fagnaðarefni að fram sé komin nýsköpunarstefna fyrir Ísland. Titill stefnunnar er „Nýsköpunarlandið Ísland“, en stefnunni er ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvits- drifna nýsköpun á öllum sviðum. Stjórnvöld búa yfir ýmsum tækjum og tólum til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í atvinnulífinu. Fjárfest- ing í nýsköpun er ekki undanskilin. Aðgerðir stjórnvalda til að hvetja til nýsköpunar þurfa að vera markvissar og færa má rök fyrir því að áhrifaríkast sé að hafa áhrif á hegðun og ákvarðanatöku fyrirtækja en að stjórnvöld eigi síður að reka stórar stofnanir tileinkaðar ákveðnum markmiðum. Nýsköpun verður í atvinnulífi. Stjórnvöld geta stutt við nýsköpun með því að beita útfærslum í skattkerfinu, með því að hafa áhrif á hugarfar og orðræðu, með því að stíga inn þar sem markaðsbrestur er til staðar, svo sem skortur á fjármagni, og með því að tryggja að stefnur gangi í takti. Dæmi um þetta er innkaupastefna hins opin- bera. Hún ætti að vera mun sveigjanlegri og samræmast markmiðum um að efla nýsköpun. Hér verður fjallað sérstaklega um eitt þessara hlutverka, beitingu skattahvata til að örva nýsköpun. Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna Stig fjárfestingar í rannsóknum og þróun í atvinnulífinu ræðst af mörgum þáttum. Fjárfesting í rannsóknum og þróun leiðir til þess að nýjar vörur koma á markað, ný tækni verður til og verðmæti skapast. Árið 2009 voru sett lög hér á landi sem veita fyrirtækjum rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni, með öðrum orðum geta fyrirtæki sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís fengið 20% frádrátt frá álögðum tekjuskatti af útlögðum kostnaði vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti var fyrst um sinn 100 milljónir króna. Þakið hækkaði árið 2016 í 300 milljónir króna og tvöfaldaðist síðan árið 2019 og er nú 600 milljónir króna á ársgrundvelli. Markmið laganna er að efla rannsókna- og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunar- fyrirtækja hér á landi. Með lagasetningunni árið 2009 fetaði Ísland í fótspor flestra annarra landa, en mikil samkeppni er á heimsvísu um að laða að erlenda fjárfestingu, stuðla að uppbyggingu þekkingarstarfa og auka tekjur af hugverkum (e. intellectual property). Yfirferð á stuðnings- umhverfi rannsókna og þróunar í 45 ríkjum sýnir að yfir þriðjungur rýmkaði endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar árið 2018. Samkvæmt árlegri skýrslu alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Ernst&Young var það ár metár í kapphlaupi ríkja í skattaívilnunum vegna rannsókna- og þróunar. Öll ríki í efstu tíu sætum alþjóðlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.