Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 67
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 65 Kvikmyndir og sjónvarp Gísli Freyr Valdórsson Silfur Egils má finna í sögumanninum Siglufjörður – Saga bæjar Umsjón og handrit: Egill Helgason Dagskrárgerð og klipping: Ragnheiður Thorsteinsson Myndataka og samsetning: Jón Víðir Hauksson Þáttaröð í fimm þáttum, sýnd í Ríkissjónvarpinu í upphafi árs 2020. Fyrir nokkrum árum var ég staddur á Siglufirði með fjölskyldunni. Við dvöldum þá á Akureyri og ákváðum að gera okkur dagsferð norður á Ólafsfjörð (hvaðan ég á ættir að rekja) og í framhaldinu keyra í fyrsta sinn í gegnum Héðinsfjarðargöng á Siglufjörð. Eins og íslensk hjón með börn gera stoppuðum við í bakaríi og ákváðum að rölta aðeins um bæinn, enda veðrið gott. Ég tók mynd á símann minn og sendi Illuga Gunnarssyni (þetta var fyrir tíma Instagram og myndir sendar með SMS-i), þá alþingismanni, vitandi að hann væri ættaður frá Siglufirði. Eftir stutt spjall sagði Illugi að ég þyrfti meira en einn dag til að upplifa þennan merkilega bæ. Eins og svo oft í pólitíkinni hafði hann rétt fyrir sér. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég í upphafi ársins horfði á þáttaröðina Siglufjörður – Saga bæjar, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu í umsjón Egils Helgasonar. Í fimm þáttum rekur Egill sögu bæjarins svo gott sem allt frá landnámi fram til dagsins í dag. Eðli málsins samkvæmt fer meginþorri þátt anna í umfjöllun um síldarævintýrin og allt sem þeim tengist; uppbyggingu bæjarins, skemmtanalífið, verkalýðsbaráttuna og einstakan bæjarbrag Siglufjarðar á síðustu öld. Af nægu er að taka. Þættirnir eru viðamiklir. Fjallað er um um upphaf byggðar í firðinum og í raun á Trölla- skaganum öllum. Lýsingarnar á lífsbaráttu fólks á hjara veraldar, ægilegum snjóflóðum og öðrum náttúruhamförum á snjóþungum vetrum síðustu alda, sjósókn íbúa í firðinum sem bjó til margar ekkjur og föðurlaus börn, hákarlaveiðum og gífurlega erfiðum samgöngum sem settu svip sinn á bæinn allt að opnun fyrrnefndra Héðinsfjarðarganga. Í fyrsta þætti er jafnframt fjallað um áhuga- verða viðskiptahætti íbúa á svæðinu. Íbúar á Tröllaskaga stunduðu launverslun við Englendinga, Hollendinga og aðra erlenda kaupmenn sem þangað komu, framhjá einokun Dana. Það var ekki eins og hið opinbera vald næði svo langt norður til að stöðva þau viðskipti. Þetta setti tóninn fyrir það sem koma skyldi, Siglfirðingar létu ekki sérfræðinga að sunnan segja sér hvernig þeir áttu að lifa og starfa – hvorki fyrr á öldum né á tímum þeirrar uppbyggingar sem fylgdi síldarævintýrunum á 20. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.