Þjóðmál - 01.03.2020, Side 56

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 56
54 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 hans, en fyrir lá „skýlaus“ játning Guðmundar um efni ákærunnar, þ.e. að hann hefði ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Allir sem komnir eru til vits og ára hljóta að gera sér grein fyrir mannlegum ófullkomleika. Jafnvel einföldustu verk þarf að vinna oftar en einu sinni til að ná viðunandi árangri. Vitur maður sagði að ekkert í heiminum væri auðveldara en að gagnrýna aðra. Dómarar eru vissulega í starfi sem beinlínis krefst þess að þeir yfirfari og endurskoði verk annarra. Með eftiráspeki að vopni getur margur dómarinn talið sér trú um að dómgreind hans sé betri en þeirra sem unnu að lausn mála á vettvangi, jafnvel undir alls kyns pressu. Þótt auðvelt sé að vera vitur eftir á er sú aðferð ekki tiltæk leiðtogum, frumkvöðlum eða öðrum sem veljast til forystu og þurfa að taka skjótar ákvarðanir. Slíkir menn eru sérhverju þjóðfélagi mikilvægir og þeim þarf að veita svigrúm bæði til að vinna að markmiðum sínum og leita lausna, en einnig til að gera heiðarleg mistök – og læra af þeim. Öðru máli gegnir auðvitað ef menn gerast sekir um óheiðarleika, fals, undirferli, misneytingu valds o.þ.h. Í slíkum tilvikum hlýtur það þó að teljast lágmarkskrafa að sýnt sé fram á að viðkomandi hafi verið í vondri trú, sbr. klassísk viðmið réttarfarsreglna um sönnun og sönnunarbyrði. Markmið dómsmeðferðar og dómsúrlausnar er ekki að kveða upp siðferðis- dóma yfir mönnum, heldur leggja lagalegt mat á orð og athafnir málsaðila, enda er það augljóslega ekki hlutverk dómara að rann- saka hjörtu málsaðila.18 Samsæriskenningar uppfylla ekki kröfur gildrar rökfærslu og jafngilda ekki sönnun. Síðastnefnt atriði er nefnt í tilefni af mál- flutningi lögmanns Guðmundar Ástráðssonar fyrir MDE um ætlaðan ásetning fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar 15 dómara í Landsrétt vorið 2017.19 Spurningar dómenda og svör lögmanns málshefjanda fyrir yfirrétti MDE, þar sem fram kom að Guðmundur hyggist ekki leita eftir endur- upptöku málsins ef fallist verður á kröfur hans fyrir MDE, sýndu að hagsmunir máls- hefjanda af niðurstöðunni eru óljósir, ef nokkrir. Frammi fyrir framangreindum staðreyndum málsins og hinu víðara samhengi sem hér hefur verið til umræðu er lesandinn hvattur til að sjálfstæðrar íhugunar um það hvort réttlæta megi íhlutun MDE í skipan dómara á Íslandi eins og hér stendur á. Við það mat verður ekki fram hjá því horft að um skipan dómsvalds hérlendis fer samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár, sem útfærð eru með almennum lögum og framkvæmd af réttkjörnum fulltrúum íslenskra kjósenda samkvæmt pólitísku umboði og pólitískri ábyrgð, sem byggir ekki síst á fyrrnefndri 1. gr. stjórnar- skrár lýðveldisins nr. 33/1944. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hvernig yfirréttur MDE telur sig geta fyllt í eyður málsins og staðfest niðurstöðu undirréttar MDE án þess að þá teljist sjálfkrafa komið að „stund sannleikans“ í þeim skilningi að viðurkenna verði grímulaust að upp sé runnið skeið nýrrar tegundar stjórnarfars, þar sem stjórn yfirþjóðlegra stofnana hefur leyst grundvallarstofnanir íslenska lýðveldisins af hólmi. Framsal fullveldis hefur aldrei verið borið undir íslenska kjósendur Erfitt er að sjá gild rök fyrir því að íslensk þjóð undirgangist umyrða- og umræðulaust nýja skipan mála, þar sem dómarar eða umboðs- lausir sérfræðingar taka sér vald til að grípa inn í, endurskoða og lýsa ógildar ákvarðanir kjörinna fulltrúa um málefni íslenska ríkisins. Jafnvel þótt menn séu hlynntir slíkri niður- stöðu í því einstaka máli sem áður var nefnt er fyllsta ástæða til að vara við slíku verklagi, þar sem með því er verið að opna fyrir þann möguleika til framtíðar að mannleg mistök, venjuleg glámskyggni, athugunarleysi og yfirsjónir verði með eftiráspeki tortryggðar og nýttar sem réttlæting þess að setja starfsemi grunnþátta ríkisins í uppnám og óvissu. Slíkt hefði augljóslega lamandi áhrif með því að grafið væri undan réttaröryggi, stöðugleika laga og fyrirsjáanleika í daglegu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.