Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 21

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 21
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 19 Sú margtuggna samlíking er gjarnan notuð að verkefni sem þessu séu langhlaup, en ekki spretthlaup, og það má vissulega til sanns vegar færa. Og það gildir einmitt um langhlaup að það má aldrei slá slöku við í undirbúningi, hvað þá í hlaupinu sjálfu, jafn- vel þótt hamagangurinn á yfirborðinu virðist minni en í spretthlaupi. Ísland er í harðvítugri samkeppni við aðrar þjóðir um að tryggja verðmætasköpun til langrar framtíðar, og í því verkefni má engan tíma missa, jafnvel þótt árangurinn komi ekki fram fyrr en hægt og bítandi á löngum tíma. 7. Gætið þess að ekki sé gripið til of stórra eða of smárra aðgerða. Það er mikilvægt að stjórnvöld fari ekki of hratt í þeim efnum að dæla fjármagni inn í nýsköpunarumhverfið því þá getur ekki átt sér stað sú nauðsynlega grisjun sem þarf til þess að markaðurinn leiði fram þau fyrirtæki og hugmyndir sem líklegastar eru til að ná árangri. Það getur verið freistandi að berja sér á brjóst fyrir að setja háar upphæðir í tiltekna málaflokka en eitt af leiðarljósum nýsköpunarstefnunnar er að áhersla skuli lögð á að meta raunverulegan árangur en ekki á útgjöldin sjálf. Stjórnvöld hafa vissu- lega boðist til að halda áfram að auka stuðning við nýsköpun á öllum stigum, en sú aukning þarf að taka mið af aðstæðum og þroska nýsköpunarumhverfisins. Vera má að nú, í kreppunni sem fyrirsjáanleg er í kjölfar kórónuveirunnar, verði meiri þörf en búist hafði verið við fyrir að styðja við frumkvöðla og nýsköpunarstarfsemi. Það þarf samt sem áður að fara að slíkum aukningum með gát svo að nýsköpunar- umhverfið þenjist ekki út að stærð án þess að eflast samtímis að gæðum. Nú þegar upp- stokkun er fyrirsjáanleg bæði milli og innan atvinnugreina gæti verið ráð að gera sem flestum kleift að gerast frumkvöðlar í eigin rekstri í von um að einhver ný fyrirtæki geti orðið burðarásar í atvinnulífi á næstu árum og áratugum. 8. Gerið ykkur grein fyrir mikilvægi alþjóðlegra tengsla. Við mótun nýsköpunarstefnunnar var mikil áhersla lögð á að íslensk nýsköpun þyrfti í raun alltaf að hafa það markmið að vera alþjóðlega samkeppnishæf. Það er nánast óhugsandi að hægt sé að halda á lofti nokkurs konar nýsköpun innanlands sem ekki stenst samkeppni við það sem best gerist á alþjóðlegum mörkuðum. Sem betur fer bendir ekkert til þess að Ísland sé illa í stakk búið til þess að mæta alþjóðlegri samkeppni og þess vegna felur gott aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum mikið tækifæri í sér fyrir íslenskt atvinnulíf. Þegar kemur að nýsköpun er einkum mikilvægt að fyrirtækin okkar hafi aðgang bæði að markaði til að selja vörur sínar og þjónustu, en ekki síður að fjármagni sem getur stutt við hraðan og alþjóðlegan vöxt efnilegra fyrirtækja. Í nýsköpunarheiminum skiptir gott tengsla- net miklu máli. Góðar hugmyndir virða í raun engin landamæri og þeir sem vinna að góðri hugmynd verða að gera ráð fyrir því að annars staðar í heiminum hljóti að vera til staðar hópar sem séu að stefna að svipuðum hlutum. Í slíku umhverfi hafa hraðinn og tengslin oft úrslitaþýðingu. Leiðarljós númer tíu segir að þegar við horfum út í heim líti heimurinn til okkar, og það er einmitt mjög í samræmi við þessa þumalfingursreglu Lehrers að hafa það sjónarmið ætíð í huga við mótun aðgerða sem stuðla eiga að betra umhverfi nýsköpunar. Ísland er í harðvítugri samkeppni við aðrar þjóðir um að tryggja verðmætasköpun til langrar framtíðar, og í því verkefni má engan tíma missa, jafnvel þótt árangurinn komi ekki fram fyrr en hægt og bítandi á löngum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.