Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 61
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 59
Það er mat þess sem þetta skrifar að
skákhreyfingin geti jafnvel orðið sterkari eftir
á en fyrir hina alþjóðlegu veirukreppu. Skák-
sambandið hefur tekið þá stefnu að auðsýna
mikinn sveigjanleika og skákmenn læra
eitthvað nýtt – sem þeir hafa kannski ekki
lagt rækt við. Svo er líklegt að ungmenni,
sem hefðu kannski ekki annars prófað skák,
uppgötvi hve skák er skemmtileg og haldi
áfram að tefla!
Áskorendamótið í Katrínarborg
Á meðan teknar voru ákvarðanir um að fella
keppni niður í skák, fótbolta, handbolta,
körfubolta og söng ákvað alþjóðlega skák-
sambandið, FIDE, að halda sínu striki og
halda áskorendamótið í skák í Katrínarborg
í Rússlandi. Mótið var sett 15. mars og átti
að ljúka 3. apríl. Ákaflega umdeild ákvörðun
sem margir gagnrýndu.
Á áskorendamótinu tefla átta skákmenn
tvöfalda umferð, alls 14 skákir, um réttinn til
að mæta Magnúsi Carlsen í heimsmeistara-
einvígi í skák. Áætlað var að heimsmeistara-
einvígið hæfist 21. desember nk. í Dubai.
Sú tímasetning er að sjálfsögðu nú í algjörri
óvissu.
Mörgum þótti að FIDE væri þarna að leika sér
að eldinum. Til dæmis það eitt að Ding Liren,
þriðji sterkasti skákmaður heims, væri staddur
í Kína þótti ekki spennandi tilhugsun. Honum
gekk illa að komast til Rússlands, þar sem
vegabréfið hans var geymt hjá kínverska
skáksambandinu og allt var lokað á meðan
kínverski nýársfögnuðurinn gekk yfir.
Vegabréfsvandann tókst þó að leysa og Ding
komst til Rússlands í tæka tíð. Þá var honum
útvegað rússneskt herrasetur til afnota, þar
sem hann var í einangrun í tvær vikur ásamt
aðstoðarmönnum sínum, og losnaði aðeins
nokkrum dögum fyrir mót.
Einn áskorendanna neitaði þátttöku
Aserinn Teimor Radjabov, einn áskorendanna
átta, var alls ekki sáttur. Hann sendi erindi til
FIDE og óskaði eftir því mótinu yrði frestað
vegna kórónuveirunnar. Benti hann meðal
annars á að a.m.k. tveir keppenda kæmu
frá óöruggum stöðum, og átti þar við fyrr-
nefndan Ding Liren og landa hans, Wang
Hao, sem hafði verið í Japan. Radjabov taldi
öryggi keppenda því ekki tryggt. Jafnframt
benti hann á að aðstæður gætu orðið mjög
erfiðar ef einhver keppandi yrði veikur, þótt
það væri bara kvef.
FIDE gaf Radjabov ákveðinn tímafrest til að
ákveða sig. Þegar Aserinn gaf sig ekki kom
yfirlýsing frá FIDE um að hann hefði ekki
verið með vegna persónulega ástæðna.
Radjabov var eðli málsins samkvæmt ekki
sáttur og gerði athugasemdir við orðalagið
og útskýrði af hverju hann tók ekki þátt.
Varamaður Radjabov, Frakkinn Maxime
Vachier-Lagrave, var kallaður til og átti eftir
að setja svip sinn á mótið.
Nepo gefst upp á móti Frakkanum
Vachier-Lagrave (Mynd: Lennart
Ootes/FIDE)