Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 36
34 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Hlutverk leiðtoga að vekja von Hér á landi fóru flestir bjartsýnir inn í nýtt ár og enginn gat séð þetta fyrir. Er einhver leið að undirbúa sig fyrir svona aðstæður? „Við sem samfélag erum mun betur búin undir svona heldur en mörg önnur ríki, í það minnsta í efnahagslegu tilliti. Svo er samfélagsgerðin mjög sterk hér á landi eins og við höfum séð undanfarið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þar skiptir stjórn efnahagsmála á liðnum árum máli. Hún hefur oft sætt gagnrýni, til dæmis að ekki hafi verið ráðist nægilega í uppbyggingu innviða. Það hefur verið hagvöxtur á liðnum árum og því ekki þörf á því sem hagstjórnartæki að ríkið sé að standa í stórum framkvæmdum. Við höfum lagt áherslu á að greiða niður skuldir og erum því mun betur stödd en mörg önnur ríki.“ Þórdís Kolbrún segir stjórnmálamenn þó alltaf þurfa að vera tilbúna fyrir aðstæður sem þessar, jafnvel þótt þær eigi sér engin fordæmi. „Í öllum erfiðum aðstæðum rifjast upp fyrir manni af hverju maður fór út í stjórnmál. Þrátt fyrir að maður sé að taka erfiðar ákvarðanir, hafi áhyggjur af ýmsum málum og finni til mikillar ábyrgðar eru líka ákveðin forréttindi fólgin í því að fá tækifæri til að vera í forystu á tímum sem þessum. Það reynir auðvitað á karaktereinkenni stjórnmálamanna líkt og hjá öðru framlínufólki,“ segir Þórdís Kolbrún. „Hlutverk leiðtogans er að skilgreina stöðuna rétt og vera heiðarlegur með það. En það er líka hlutverk leiðtoganna að vekja von hjá fólki, minna á það sem gert er vel og það sem við höfum. Við munum komast í gegnum þetta og ég tel að eftir þetta getum við skilgreint upp á nýtt hvað sterkt samfélag er. Við vitum ekki hvernig þetta endar og við erum alls ekki komin yfir þetta en mér finnst við vera að sýna margar hliðar sem sterkt samfélag og mögulega í krafti þess hvað við erum smá.“ Hvað þá helst? „Til dæmis með samstöðunni sem ríkir í samfélaginu; samkenndin er sterk og ekki sjálfgefin. Við erum með sterkt velferðar- samfélag og sterka innviði. Við erum með kerfi og stofnanir sem tala saman og boðleiðir eru stuttar. Við erum að taka utan um þetta með öflugri hætti en mörg önnur ríki,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við sem erum hægra megin í stjórnmálunum höfum stundum setið undir þeirri gagnrýni að vera með atvinnulífinu í liði á kostnað velferðarkerfisins. Mér finnst núverandi aðstæður þó sýna hversu mikilvægt það er að hafa hér öflugt atvinnulíf og um leið sterkt velferðarsamfélag. Við viljum að fólk hafi athafnafrelsi og við viljum verðmætasköpun í landinu. Öflugt atvinnulíf, og sú verðmæta- sköpun sem þar fer fram, er forsendan fyrir sterku velferðarkerfi. Og sterkt velferðarkerfi er ein af forsendum öflugs samfélags. Þannig er það alveg skýrt að samfélag þrífst ekki án atvinnulífs. Þetta hafa hægrimenn lagt áherslu á en blasir nú við öllum.“ „Við sem erum hægra megin í stjórnmálunum höfum stundum setið undir þeirri gagnrýni að vera með atvinnulífinu í liði á kostnað velferðarkerfisins. Mér finnst núverandi aðstæður þó sýna hversu mikilvægt það er að hafa hér öflugt atvinnulíf og um leið sterkt velferðarsamfélag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.