Þjóðmál - 01.03.2020, Side 36

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 36
34 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Hlutverk leiðtoga að vekja von Hér á landi fóru flestir bjartsýnir inn í nýtt ár og enginn gat séð þetta fyrir. Er einhver leið að undirbúa sig fyrir svona aðstæður? „Við sem samfélag erum mun betur búin undir svona heldur en mörg önnur ríki, í það minnsta í efnahagslegu tilliti. Svo er samfélagsgerðin mjög sterk hér á landi eins og við höfum séð undanfarið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þar skiptir stjórn efnahagsmála á liðnum árum máli. Hún hefur oft sætt gagnrýni, til dæmis að ekki hafi verið ráðist nægilega í uppbyggingu innviða. Það hefur verið hagvöxtur á liðnum árum og því ekki þörf á því sem hagstjórnartæki að ríkið sé að standa í stórum framkvæmdum. Við höfum lagt áherslu á að greiða niður skuldir og erum því mun betur stödd en mörg önnur ríki.“ Þórdís Kolbrún segir stjórnmálamenn þó alltaf þurfa að vera tilbúna fyrir aðstæður sem þessar, jafnvel þótt þær eigi sér engin fordæmi. „Í öllum erfiðum aðstæðum rifjast upp fyrir manni af hverju maður fór út í stjórnmál. Þrátt fyrir að maður sé að taka erfiðar ákvarðanir, hafi áhyggjur af ýmsum málum og finni til mikillar ábyrgðar eru líka ákveðin forréttindi fólgin í því að fá tækifæri til að vera í forystu á tímum sem þessum. Það reynir auðvitað á karaktereinkenni stjórnmálamanna líkt og hjá öðru framlínufólki,“ segir Þórdís Kolbrún. „Hlutverk leiðtogans er að skilgreina stöðuna rétt og vera heiðarlegur með það. En það er líka hlutverk leiðtoganna að vekja von hjá fólki, minna á það sem gert er vel og það sem við höfum. Við munum komast í gegnum þetta og ég tel að eftir þetta getum við skilgreint upp á nýtt hvað sterkt samfélag er. Við vitum ekki hvernig þetta endar og við erum alls ekki komin yfir þetta en mér finnst við vera að sýna margar hliðar sem sterkt samfélag og mögulega í krafti þess hvað við erum smá.“ Hvað þá helst? „Til dæmis með samstöðunni sem ríkir í samfélaginu; samkenndin er sterk og ekki sjálfgefin. Við erum með sterkt velferðar- samfélag og sterka innviði. Við erum með kerfi og stofnanir sem tala saman og boðleiðir eru stuttar. Við erum að taka utan um þetta með öflugri hætti en mörg önnur ríki,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við sem erum hægra megin í stjórnmálunum höfum stundum setið undir þeirri gagnrýni að vera með atvinnulífinu í liði á kostnað velferðarkerfisins. Mér finnst núverandi aðstæður þó sýna hversu mikilvægt það er að hafa hér öflugt atvinnulíf og um leið sterkt velferðarsamfélag. Við viljum að fólk hafi athafnafrelsi og við viljum verðmætasköpun í landinu. Öflugt atvinnulíf, og sú verðmæta- sköpun sem þar fer fram, er forsendan fyrir sterku velferðarkerfi. Og sterkt velferðarkerfi er ein af forsendum öflugs samfélags. Þannig er það alveg skýrt að samfélag þrífst ekki án atvinnulífs. Þetta hafa hægrimenn lagt áherslu á en blasir nú við öllum.“ „Við sem erum hægra megin í stjórnmálunum höfum stundum setið undir þeirri gagnrýni að vera með atvinnulífinu í liði á kostnað velferðarkerfisins. Mér finnst núverandi aðstæður þó sýna hversu mikilvægt það er að hafa hér öflugt atvinnulíf og um leið sterkt velferðarsamfélag.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.