Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Qupperneq 8

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Qupperneq 8
6 raunverulega mun á kjötmyndun bráðþroska og seinþroska fjárkynja. Jafn ítarlegar i’annsóknir sem þessar kosta slikt óhemju fjármagn og tíma, að telja má þær óframkvæmanlegar í stórum stíl. Samt sem áður hafanokkrir lærisveinar Hammonds notað þessa rannsóknartækni við mikilsverðar grund- vallarrannsóknir á mun fjárkynja og á áhril'um mismunandi næringar á vöxt og þroska bæði sauðfjár og svína, Halldór Pálsson (1939 og 1940), McMeekan 0940), Wallace (1948) og Halldór Pálsson og Vergés (1952). Vegna þess, hve þessi rannsóknartækni er tímafrek og kostnaðarsöm, var hafist handa urn rannsóknir á því, hvort ýmsar mælingar á skrokk- um kinda væru ekki ganglegar sem mælikvarði á mismunandi kjötgæði, og hvort ekki væri ákveðið samband (correlation) á milli þessara mæl- inga og þunga helztu líkamsvefjanna, svo sem fitu, vöðva og beina. Áratugum saman hafa verið haldnar sýningar snemma vetrar á slátur- dýrum og kjöti í Smitlifield í London, þar sem skrokkarnir eru dæmdir af leiðandi mönnum lír stétt kjötkaupmanna og þeir beztu verðlaunaðir. Ekki er látið nægja að dæma föllin eftir ytra útliti, heldur er hvert fall skorið í sundur við aftasta rif til þess að sjá vöðvaþroskann og hlut- fallið milli vöðva og fitu. Árum saman tók prófessor Hammond mörg mál af öllum þessum sýningarskrokkum, bæði útvortis og af vöðvum og fitulögum í þverskurði skrokksins við aftast rif. Hirzel (1939) samdi ritgerð um þessar rannsóknir og sýndi þar fram á, að sumar þessar mæl- ingar voru öruggur mælikvarði á kjötgæðin samkvæmt kröfum dóm- endanna. Halldór Pálsson (1939, 1940) sýndi svo fram á, með nákvæm- um rannsóknum, að ákveðnar mælingar á kindaföllum eru allöruggur mælikvarði á nxagn hinna einstöku vefja skrokksins. Benti hann á, hvaða mælingar hægt væri að taka á kindaföllum með nægri nákvæmni, sem hægt væri að nota ýmist sem mælikvarða um kjötgæðin eða magn fitu, vöðva og beina í skrokknum. Framfótleggurinn er t. d. ágætur mæli- kvarði bæði um lögun beinanna og þunga beinagrindax-innar í kindinni í heild. Á þessu kerfi hafa síðan verið byggðar rannsóknir á sauðfé, í sambandi við kjötframleiðslu, víða um heim, Bonsma (1939) í Suður- Afríku, Walker og McMeekan (1944) í Nýja Sjálandi, Underwood og Shier (1942) í Ástralíu o. fl. Rannsóknir þær, sem lýst er í þessari ritgerð, eru byggðar á þess- unx ixxælingunx. Við slátrun er vinstri framfótur hverrar kindar tekinn og númer kindarinnar fest við hann. Strax að lokinni slátrun er fót- leggurinn skorinn úr og hreinsaðar af honuin allar sinar og liðbönd. Að því búnu er hann strax veginn nákvæmlega upp á tíunda hluta úr grammi, lengd hans xnæld í millímetrum og einnig ummálið, þar senx hann er mjóstur. Að því búnu er leggurinn númeraður og geymdur til frekari athugunar, ef þörf kreíur. Eftir slátrun eru skrokkarnir látnir hanga í gálga á hæklajárni af ákveðinni stærð, þar til þeir hafa kólnað og stirðxxað til fulls, þá eru þeir nxældir. Fyrst eru tekin xitvortisnxál á skrokknum, svo er hann tekinn sundur nxilli öftustu og næst öftustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.