Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 11

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 11
1. KAFLI Áhrif fóstur- og mjólkurmyndunar gemlinga á vöxt þeirra og þroska. Rannsóknarefni og aðferðir. Við þær rannsóknir, sem lýst er í þessum kafla, voru notaðar 43 ær á tilraunabúinu á Hesti, sem voru veturgamlar haustið 1950, er fjárskiptin fóru fram, og reyndust heilbrigðar við slátrun, eins og skýrt er frá á bls. 5 hér að framan. Þeim er skipt í þrjá flokka eftir því, hvort þær höfðu verið algeldar, átt lamb og misst það eða átt lamb og gengið með það til hausts. Flokkarnir eru kallaðir A, B og C. Þær algeldu 11 að tölu eru í A-flolcki, þær, sem misstu laml), 11 að tölu, í B-flokki, og þær, sem komu upp lambi, 21 að töiu, í C-flokki. Af gemlingunum, sem misstu, létu 5 fóstri skömmu fyrir tal, 4 misstu í fæðingu, en tófa drap viku til hálfs mánaðar gömul lömb undan tveim þeirra. Þessar 43 gimbrar vógu allar á fæti að meðaltali 36.98 kg haustið 1949, er þær voru lömb um 4 mánaða gamlar. Þær, sem urðu algeldar, vógu þá 35.86 kg, þær, sem misstu, vógu 35.73 kg, en þær, sem komu upp lambi 38.21 kg. Gimbrarnar, sem gengu með lömburn, hafa því vegið 2.35—2.48 kg meira að meðaltali sem haustlömb heldur en þær, sem urðu algeldar eða misstu. Ber að hafa hliðsjón af þessum upprunalega þyngdarmun flokkanna, þegar dregnar eru ályktanir af endanlegum samanburði þeirra. Af gimbrunum, sem urðu algeldar (A-fl.), voru 6 einlembingar undan fullorðnum ám, 1 lambgimbrarlamb, 3 tvílembingar og 1 þrílemb- ingur. Af þeim, sem misstu (B-fl.), voru 3 einlembingar og 8 tvílemb- ingar, en 1 þeirra hafði gengið ein undir. Af þeim, sem komu upp lambi (C-fl.), voru 9 einlembingar og 12 tvílembingar, en 2 þeirra höfðu gengið einir undir. Má því rekja upphaflegan þungainun flokkanna að mestu leyti til þess, að hlutfallslega fleiri tvílembingar voru í B-floklti en í hinum flokkunum, og þrílembingurinn í A-flokki var langléttasta lambið þetta haust, aðeins 27.5 kg.Kyngæði gimbranna í öllum flokkunum virðast lík, sainkvæmt athugun á ættartölum þeirra. Þær eru allar heima- aldar á Hesti út af ágætu foreldri. Þó hefur tilviljun valdið því, að af 11 dætrum Önguls lenti aðeins 1 í A-flokki, 3 í B-flokki og 7 í C-flokki, en af 10 dætrum Smára hafa 6 lent í A-flokki, 3 í B-flokki og aðeins 1 í C-flokki. Dætur annarra hrúta hafa skipzt jafnara í flokkana. Þótt Smári og Öngull væru ekki mjög líkir einstaklingar, sá fyrrnefndi lakari að gerð, þá eru þeir báðir af sama ættstofni, Ólafsdalsfénu. Smári keyptur beint frá Ólafsdal, en hinn frá Ásgarði af Ólafsdalsætt. Ætti 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.