Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 14
12
Frá hausti til vors þyngdust geldu gemlingarnir 2.86 kg. Má telja
þaö gott fóður, eftir því sem hér á landi gerist. Víða er það talið gott
fóður á geldum gemlingum, að þeir haldi haustþunga sínum yfir vetur-
inn til vors.
Lambfullu gemlingarnir þyngjast hins vegar að meðaltali um tæp
7 kg yfir allan veturinn (tafla 1), eða um 4 kg meira en þeir geldu. Þessi
4 kg munur mun allt að því samsvara fósturþunganum í byrjun maí.
Má því álíta, að framför gemlinganna sjálfra, bæði þeirra geldu og lamb-
fullu yfir veturinn hafi verið svipuð, enda voru þeir fóðraðir saman.
Eftir því ættu lembdu gemlingarnir að hafa verið þeim mun lystugri
en þeir geldu, að þeir hafi étið og umsett allt að því svo miklu meira
fóður það sem af var meðgöngutímanum, sem þurft hefur til þess að
þroska fóstrið. Þegar vorvigtun fór fram, 5. mai, áttu gemlingarnir að
meðaltali ógengið með 3 vikur, en á þeim tíma vex fóstrið með mestum
hraða og tekur til sín mun meiri næringu daglega en fyrr á meðgöngu-
tímanum.
Munurinn á meðalþyngdarauka A- og B-flokks og A- og C-flokks
frá októberbyrjun til maíbyrjunar er raunhæfur í 99% tilfella (tafla 2),
en sá litli munur, sem var á meðalþyngdaraukanum í B- og C-flokki á
þessu tímabili er hins vegar ekki raunhæfur.
Tafla 2. Raunhæfni mismunar á meðalþyngdarauka flokkanna í kg
frá 1. október til 5. maí (4—11 mánaða).
Significance of lot differences in the mean live-weight gain (kilos)
of the ewes from 4 to 11 months.
F milli flokka hciween lots = 8.41 RRR.
Meðalskekkja Tala
flokksmeðaltalna einstaklinga
A-flokkur B-flokkur C-flokkur S. E. of No. of
lot A lot fí lot C meon imlividunls
A-flokkur lot A .. 2.86 RR RRR 0.852 11
B-flokkur lot B .. . 7.09 ER 0.852 11
C-flokkur lot c .. - - 6.81 0.617 21
RRR = raunhæfur í 99.9% tilfella significant at 0.1% level. RR = raunhæfur i
99% tilfella significant at 1% level. ER = ekki raunhæfur not significant.
Frá byrjun maí til 23. sept. þyngdust gimbrarnar að meðaltali í
A-flokki 20.23 kg, í B-flokki 13.91 kg og í C-flokki 4.72 kg. Snemma á
þessu tímabili báru allar gimhrarnar í B- og C-flokki, og þar sem ekki
er vitað með vissu, hve fósturþunginn var mikill við maívigtunina, er
ekki hægt að nota þessar tölur sem nákvæman mælikvarða á þroska
gimbranna sjálfra yfir vorið og sumarið. En sé fósturþunginn áætlaður
4 kg, þá hafa gimbrarnar í B- og C-floklti þyngst a. m. k. 4 kg meira en
þessar tölur sýna. Einnig voru gimbrarnar í öllum flokkum rúnar á
þessu tímabili, en því miður var ekki vegin ull af þeim öllum.
Þyngdaraukinn yfir árið, frá því gimbrarnar voru lömb í byrjun
október 1949, þar til 23. sept. 1950, tafla 1, sýnir bezt, hvaða áhrif það