Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 18

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 18
16 innan hvers flokks, getur því orsakast af öðrum ástæðum en þeim, að gimbrarnar áttu lömb og misstu. Samt sem áður eru allar líkur til þess, að það hafi eitthvað dregið úr fallþunga gimbranna i B-flokki, að þær gengu með fóstri, því mismunurinn hefði verið raunhæfur í 95% til- fella, ef hann hefði numið 2.04 kg. Munurinn á meðalfallþunga A- og C-flokks og B- og C-flokks er raunhæfur í 99.9% tilfella. Meðalskekkja mismunar þessara flokka er aðeins 0.748 og er því munurinn á fall- þunganum í A- og C-flokki 7 sinnum og í B- og C-flokki rúmlega 5 sinnum hærri en meðalskekkja mismunarins. Tafla 7. Raunhæfni mismunar meðalfallþunga flokkanna í kg. Significance of lot differences in the mean dressed carcass weight (kilos). F milli flokka between lots = 28.77 RRR Meðalskekkja Tala flokksmeðaltalna einstaklinga A-flokkur B-flokkur C-flokkur S. E. of No. of lot A lot B lot C mean individuals A-flokkur lot A .. . 24.50 ER RRR 0.606 11 B-flokkur tot B . - 23.18 RRR 0.606 11 C-flokkur lot C .. - - 19.28 0.439 21 RRR = raunhæfur í 99.9% tilfella significant at 0.1% level. ER = ekki raunhæfur not significant. Tafla 5 og línurit 2 sýna, að meðalföllin í B-flokki vega 5.4% minna og í C-flokki 21.3% minna en meðalföllin í A-flokki. Munurinn á meðalfallþunga flokkanna er því hlutfallslega meiri en munurinn á meðalþunga þeirra á fæti, línurit 2, vegna þess, hve gimbrarnar í B- og C-flokki hafa Iægri kjötprósentu en gimbrarnar í A-flokki. Þessar athuganir sýna, að það dregur gríðarlega úr þroska fallsins, ef gemlingar eiga lömb og ganga með þau yfir sumarið, þótt þeir hafi í upphafi verið væn ásetningslömb og vel fóðraðir lambsveturinn. Hins vegar dregur það lítið úr þroslta fallsins, þó gemlingurinn fái og fæði af sér lamb, ef hann missir það nýfætt. Sé gengið út frá því, að þær kindur, sem hér um ræðir, hafi, er þær voru lömb haustið 1949, haft sömu kjötprósentu eins og gimbrar þær af íslenzku kyni, sem slátrað var á Hesti haustið 1950 eða 42.69%, en þá var öllum gimbrunum þar slátrað, en 1949 aðeins þeim lélegustu, þá hefðu gimbrarnar í hverjum flokki lagt sig með fallþunga sem hér segir: t A-flokki 15.31 kg, í B-flokki 15.25 kg og í C-flokki 16.31 kg. Byggt á þessari áætlun, hafa algeldu gimbarnar (A-flokkur) bætt við fallþunga sinn að meðal- tali yfir árið 9.2 kg, þær, sem misstu (B-flokkur) 7.93 kg og þær, sem gengu með lambi (C-flokkur) 2.97 kg. Það hefur því dregið úr þroska meðalfallsins nm 6.23 kg, að gimbrarnar í C-flokki gengu með lömbum. Lömbin undan þessum gimbrum lögðu sig að meðaltali með 15.21 kg falli. Hefur því kjötframleiðslan eftir hverja dilkgengna gimbur orðið að meðaltali 8.98 kg eða 97.6% meiri yfir árið en eftir þær algeldu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.