Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 30
28
munurinn á A- og B-flokki er ekki raunhæfur, en munurinn á A- og
C-flokki og B- og C-flokki er raunhæfur í 99.9% tilfella.
Þetta sýnir, að mjög' iítið dregur úr þykktarvexti bakvöðvans, þótt
gemlingar fæði af sér lamb, ef þeir inissa strax, en gangi veturgamlar
gimbrar með lambi yfir sumarið, þá nær bakvöðvi þeirra ekki að þrosk-
ast eðlilega á þykktina. Iiirzel (1939) og Pálsson og Vergés (1952) hafa
fært sönnur á, að breiddarvöxtur bakvöðvans (A) er bráðþroska eigin-
leiki, en þyklctarvöxtur hans (B) aftur á móti seinþroska eiginleiki.
Pálsson og Vergés (1952) hafa einnig sýnt fram á, að ónóg næring á
einhverju tímabili vaxtarskeiðsins dregur mest úr þroska þeirra líkams-
hluta og vefja, sem á þeim sama tíma hafa mestan meðfæddan vaxtar-
hraða, og' að öðru jöfnu verða seinþroska eiginleikar harðara úti í
samkeppninni um þá næringu, sem fyrir hendi er á hverjum tíma, en
bráðþroska eiginleikar eða líkamsvefir. Það er því fullkomlega í sam-
ræmi við þessa kenningu, að bakvöðvi dilkgengnu gimbranna (C-fl.)
nær ekki að vaxa eðlilega á þykktina, þótt hann nái fullum þroska á
breiddina.
Lögun bakvöðvans, B/A • 100. Þótt ekkert samband sé á milli
hlutfallsins milli þykktar og breiddar bakvöðvans (B/A • 100) og þunga
vöðvanna í skrokkunum, Pálsson (1939), þá er æskilegast, að þetta
hlutfall sé sem hæst, Hirzel (1939), þ. e. þverskurður vöðvans sé
a. m. k. sporbaugslaga og nálgist jafnvel meira hringlögun. Bifjasteik
og hryggjasteik verður mun ljúffengari, ef bakvöðvinn er hlutfallslega
þykkur, heldur en ef hann er breiður og þunnur. 1 síðarnefnda til-
fellinu hættir vöðvanum við að þorna við steikingu. Hlutfallið B/A • 100
er hæst í A-flokki, 3.8% lægra í B-flokki og 15.9% lægra í C-flokki,
tafla 19 og línurit 5. Rannsókn frávika, tafla 21, sýnir, að munurinn á
A- og B-flolcki er ekki raunhæfur, en munurinn á A- og C-flokki og
B- og C-flokki er raunhæfur í 99% tilfella.
Tafla 21. Raunhæfni mismunar flokksmeðaltalna á hlutfallinu B/A • 100.
Significance of lot differences in the mean shape index of “eye-muscle” (B/A X Í00).
F milli flokka betmeen
A-flokkur
lot A
lots = 7.93 RR.
B-flokkur C-flokkur
lot B lot C
Meðalskekkja
flokksmeðaltalna
S. E. of
mean
Tala
einstaklinga
No. of
individuals
A-flokkur lot A ... 49.8
B-flokkur lot B . ..
C-flokkur lot C ...
ER RR
47.9 RR
41.9
1.756 11
1.756 11
1.271 21
RR = raunhæfur í 99% tilfella significant at 1% level. ER = ekki raunhæfur
not significant.
Bakvöðvinn er því næstum því eins vel lagður í lambsgotunum eins
og algeldu gimbrunum, en í dilksugunum er hann mun verr lagður en í
lambsgotunum og þeim algeldu.