Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 37

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 37
3. Gimbrarnar voru allar fóðraðar saraan lambsveturinn og var fóðureyðslan í þær að meðaltali 63 fóðureiningar. 4. Við slátrun voru allar niðurlagsafurðir ánna vegnar. Auk þess voru tekin 14 mál af hverju falli og vinstri framfótleggur hverrar kindar hreinsaður, veginn og mældur, til þess að rannsaka þroska beina. 5. Niðurstöður eru allar sannprófaðar með því að leggja á þær stærðfræðilegt mat. 6. Lambsveturinn, frá 1. október 1949 til 5. maí 1950, þyngdust algeldu gimbrarnar (A- fl.) 2.86 kg að meðaltali, en þær lembdu (B- og C-flolckur) 6.90 kg. Mismunurinn, 4.04 kg, samsvarar nokkurn veg- inn til þess, sem búast má við að fóstrið með fósturvökvum vegi, og svnir, að fyrstu 120 daga meðgöngutímans virðist fósturmyndunin lífið eða ekkert draga úr þroska gemlinganna. Yfir árið (frá 1. okt. til 23. sept.) þyngdust algeldu gimbrarnar 23.09 kg, lambsgoturnar 21.00 kg og dilksugurnar 11.53 kg. Lömbin undan dilksugunum (C-fl.) lögðu sig með 15.21 kg falli, 1.04 kg mör og 2.92 kg gæru. 7. Við slátrun ánna kom i Ijós, að mismunur á meðalþunga flokk- anna á fæti við 16 mánaða aldur kom næstum allur fram í mismun á sláturafurðum þeirra, kjöti, mör og gæru. Bráðþroskuðustu hlutar líkainans, innyfli, liaus og fætur, í heild, hafa því ekki beðið hnekki við það, að ærnar í B-flokki áttu lömb og' misstu og' þær í C-flokki gengu með lambi yfir sumarið. 8. Fósturmyndun, frá 7—12 mánaða aldurs, ef lambið deyr við fæð- ingu og gimbrin gengur lamblaus yfir sumarið, hcfur litil og óraunhæf áhrif á þroska falls og gæru móðurinnar við 16 mánaða aldur. Ærnar í B-flokki höfðu aðeins 1.32 kg eða 5.4% léttara fall en þær í A-flokki. Hins vegar dregur verulega úr þroska falls og gæru gimbranna við að mjólka lambi yfir suinarið. Fallþung'i dilksugnanna (C-fl.) var 5.22 kg eða 21.3% lægri en þeirra algeldu (A-fl.). 9. Fósturmyndun og/eða áreynsla við burð og mjólkurmyndun lambgimbra dregur hlutfallslega mun meira úr mörsöfnuninni en úr þroska fallsins. Mörinn úr lambsgotunum vó 26.2% og úr dilksugunum 45% minna en úr algeldu gimbrunum. 10. Samanburður á útvortismálum fallanna sýndi, að enginn raun- hæfur munur var á milli flokkanna á þeim málum, sem eru fyrst og fremst mælikvarði á lengd fremur bráðþroska beina, svo sem T- og F-málunum (lengd langleggs og læris). Enn fremur var ekki ráunhæfur munur á öðrum útvortismálum á föllum algeldu gimbranna og lambsgotnanna. Hins vegar var þykkt fallsins um augnakalla (G) minni og brjóstkassamálin, dýpt (Th), vídd (W) og unnnál (U), lægri á dilksugunum en á lambsgotunum og algeldu gimbrunum, er gefur til kynna að dregið hafi úr vöðvaþroska og brjóstkassarými gimbranna við að mjólka vfir sumarið, þótt fósturmyndun og áreynsla við burð hafi ekki haft raunhæf áhrif á þessi mál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.