Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 39
37
II. KAFLI
Áhrif fangs á fyrsta vetri á vöxt og þroska tveggja vetra áa.
Rannsóknarefni og aðferðir.
Rannsóknir þær, sem lýst er í þessum kafla, eru gerðar á 64 ám
á fjárræktarbúinu á Hesti, sem voru tveggja vetra (ca. 28 mánaða)
haustið 1950, þegar fjárskiptin fóru fram og reyndust heilbrigðar við
slátrun. Af þessum ám voru 25 algeldar, en 39 áttu lömb og komu þeim
upp gemlingsárið. Svo fáir gemlingar misstu vorið 1949, að þýðingar-
laust var að taka þá með við þessar athuganir. Vorið 1950 urðu 10 ær
lamblausar af þeim 25, sem voru algeldar gemlingar, en 15 þeirra komu
upp einu lambi. Af þeim 39, sem komu upp lambi gemlingar, komu 29
aftur upp einu lambi, er þær voru tvævetlur, 5 komu þá upp 2 lömbum
og 5 urðu lamblausar. Við þessar athuganir er ánum skipt í 5 flokka,
og flokkarnir táknaðir með bókstöfunum A, B, C, D og E þannig: í A-
flokki eru þær 10 ær, sem voru algeldar gemlingar og algeldar eða
misstu lamb tvævetlur, í B-flokki eru þær 15 ær, sem voru algeldar
gemlingar, en komu upp einu lambi tvævetlur, í C-flolcki eru þær 29
ær, sein komu upp einu lambi gemlingar og tvævetrar, i D-flokki eru þær
5 ær, sem komu upp lambi gemlingar og tveimur lömbum tvævetlur og
í E-flokki þær 5 ær, sem komu upp lambi gemlingar, en urðu lamb-
lausar tvævetlur. Sex af ánum í A-flokki urðu algeldar vorið 1950, en
fjórar þeirra létu þá fóstri eða misstu, en af ánum í E-flokki varð ein
algeld, en fjórar létu fóstri eða misstu.
Gimbrarnar, sem komu upp lambi gemlingar vorið 1949, vógu að
meðaltali 41.41 kg haustið 1948, en þær, sem urðu algeldar gemlingar,
vógu 40.86 lcg. Hafa því af hendingu lent næstum því jafnvæn lömb í
hvorn hópinn.
Þessar kindur voru sundurleitari að ætterni og útlitsgerfi en þær,
sem fjallað er um í I. kafla, því 27 þcirra voru keyptar lömb af 4 ætt-
stofnum úr Húnavatnssýslu, en hinar voru heimaaldar á Hesti. Lömbin
af hinum ýmsu ættstofnum skiptust þó af hendingu hlutfallslega nokkuð
jafnt í flokkana, nema hvað 3 af þeim 5 ám, sem lentu í D-flokki, voru
af sama húnvetnska stofninum frá Marðarnúpi í Vatnsdal. Þegar ærnar
í A-, B-, C-, D- og E-flokki hverjum fyrir sig voru haustlömb, vógu þær
að meðaltali í A-flokki 41.05 kg, í B-flokki 40.73 kg, í C-flokki 41.24 kg,
í D-flokki 44.10 kg og í E-flokki 39.7 kg. Hefur því hending ráðið, að
meðalvænleiki ánna, sem lentu i hverjum þessara flokka, var svipaður,
er þær voru um 4 mánaða gömul lömb. Gimbrarnar, sem lentu í D-flokki,
voru þó nokkru vænni en hinar og þær, sein lentu í E-flokki, aðeins
léttari en meðaltal hinna flokkanna. Rannsólcn frávika sýnir, að sá
þungamunur, sem hér um ræðir, er langt frá þvi að vera raunhæfur
(F = 0.96).