Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 49

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 49
47 b. Kjötþungi. Meðalfallþungi tvævetlnanna, tafla 31, var hæstur í A-flokki 27.50 kg, en lægstur í C-flokki 21.41 kg og aðeins meiri í D- flokki 21.50 kg'. Tvævetlurnar, sem voru algeldar gemlingar og ýmist misstu eða voru algeldar tvævetrar, A-fl„ leggja sig því með urn 6 kg þyngra falli en þær tvævetlur, sem komu upp lömbum bæði árin. Raun- hæfni mismunar meðalfallþunga flokkanna er gefinn í töflu 33. Munur- inn á meðalfallþunga A-flokks og hvers hinna flokkanna er raunhæfur í 99.9% tilfella, nema munurinn á A- og E-flokki 3.20 kg er raunhæfur í aðeins 95% tilfella. Hinn raunverulegi munur á meðalfallþunga ánna í A- og E-flokki sýnir, að gimbrar, sem verða fyrir þroskatapi á fyrsta ári vegna þess, að þær gengu þá með lambi, ná ekki að vinna það upp til fulls til 28 inánaða aldurs, þótt þær séu lamblausar annað sumarið, samanborið við ær, sem voru algeldar gemlingar og einnig lamblausar tvævetlur. Ærnar i E-flokki hafa 0.87 kg eða 3.7% þyngra meðalfall en ærnar í B-flokki, tafla 31 og línurit 7. Þessi munur er ekki raunhæfur, en sýnir þó, að tvævetrar ær, sem áttu lamb gemlingar og voru lamb- lausar tvævetlur, hafa aðeins þroskameiri föll en þær, sem voru algeldar gemlingar og dilkgengnar tvævetrar. Föll ánna í C-flokki eru 2.02 kg eða 8.6% léttari að meðaltali en föllin i B-flokki. Þessi munur er raun- hælur í 95% tilfella og virðist orsakast fyrst og fremst af því, að ærnar í B-flokki voru algeldar gemlingsárið, en hinar gengu þá með lambi, því allar ærnar í báðum þessum flokkum gengu með einu larnbi tvævetlur. Tafla 33. Raunhæfni mismunar meðalfallþunga flokkanna í kg. Significant of lot differences in the mean dressed carcass weight (kilos) of the ewes at 28 months. F milli flokka between lots = 11.83 RRR. Meðalskekkja Tala flokksmeðalt. einstakl. A-flokkur B-flokkur C-flokkur D-flokkur E-flokkur S. E. of No. of lot A lot fí lot C lot D lot E mean individuals A-flokkur lot A 27.50 RRR RRR RRR R 0.793 10 B-flokkur lot B 23.43 R ER ■ ER 0.647 15 C-flokkur lot C - 21.41 ER R 0.466 29 D-flokkur lot D - - 21.50 R 1.122 5 E-flokkur lot E - - - 24.30 1.122 5 RRR = raunhæfur í 99.9% tilfella significant at 0.1% level. R = raunhæfur í 95% tilfella significant at 5% level. ER = ekki raunhæfur not significant. Fallþungi ánna i C- og D-flokki er næstum jafn. Ekki er þó hægt að álykta, að föll ánna í D-flokki séu ekkert rýrari fyrir það, að þær gengu með tveimur lömbum tvævetlur. Ærnar í D-flokki hafa 1.16% lægri kjötprósentu en ærnar í C-flokki, sem bendir til þess, að þær fyrrnefndu muni að líkindum hafa verið magrari. Enn fremur voru ærnar í D-flokki um 3.8 kg þyngri veturgamlar og um 2.9 kg þyngri haustlömb, tafla 27, en ærnar í C-flokki, en aðeins 2 kg þyngri tvævetlur. Hefðu ærnar í D-flokki verið einlembdar tvævetlur, má búast við, að

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.