Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Qupperneq 51
49
en í C-flokki vega þær 3.8% og í D-flokki 1.7% minna en í B-flokki,
sjá línurit 7. Raunhæfni mismunar á meðalgæruþunga flokkanna sést í
töflu 35.
Tafla 35. Raunhæfni mismunar á meðalgæruþunga flokkanna í kg.
Significance of lot diffetences in the mean weiglit (kilos) of skin with wool.
F milli flokka between lots = 2.74 R. Meðalskekkja Tala flokksmeðalt. einstakl.
A-flokkur B-flokkur C-flokkur D-flokkur E-flokkur S. E. of No. of
lot A lot B lot C tot D lot E mean individuals
A-floklcur lot A 5.38 R R ER ER 0.224 10
B-flokkur lot B - 4.72 ER ER ER 0.183 15
C-flokkur lot C - - 4.54 ER ER 0.131 29
D-flokkur lot D - - - 4.64 ER 0.316 5
E-flokkur lot E - - - - 4.94 0.316 5
R = raunhæfur í 95% tilfella significant at 5% level. ER = ekki raunhæfur not
significant.
Munurinn á gæruþunga í A-fl. annars vegar og í B- og C-flokki hins
vegar er raunhæfur í 95% tilfella. Munurinn á gæruþunga annarra
flokka er ekki raunhæfur.
í sumum sláturhúsum hér á Iandi eru gærur ekki vegnar við mót-
töku, heldur er þungi þeirra áætlaður sem 20% af kjötþunganum. Þetta
er byggt á athugunum, sem gerðar hafa verið við þau sláturhús, þar
sem þessi siður er við hafður. Þótt þetta muni oftast láta nærri réttu
lagi, þá er það þó ekki nákvæmur mælikvarði á gæruþungann. Gæru-
þungi tvævetlnanna var i hlutfalli við kjötþunga þeirra sem hér segir:
í A-fl. 19.6%, i B-fl. 20.1%, í C-fl. 21.2%, í D-fl. 21.6% og í E-fl. 20.3%.
Þetta sést einnig greinilega á töflu 31 og línuriti 7. Þar er hlutfallslega
mun meiri munur á kjötþunga flokkanna en gæruþunga þeirra.
e. Mörþungi. Tafla 31 og línurit 7 sýna meðalþunga nýrnamörs og
netju sameiginiega í hverjum flokki og mörþunga A-, C-, D- og E-
flokks í hlutfalli við mörþunga B-flokks. í A-flokki er mörinn 86% og
í E-flokki 39.1% þyngri en í B-flokki. 1 C-flokki er hann 1.6% og í
D-flokki 18% léttari en í B-flokki. Munurinn á meðalmörþunga flokk-
anna er því margfalt meiri en munurinn á meðalþunga annarra slátur-
afurða þeirra. Tafla 36 sýnir raunhæfni mismunar á meðalmörþunga
flokkanna.
Mörinn er mestur i A-fl., 4.76 kg, og munurinn á mörþunga A-
flokks og allra hinna flokkanna er raunhæfur í 99 og 99.9% tilfella.
Næstmestur er mörinn í E-flokki, 3.56 kg. Munurinn á mörþunga E- og
B-flokks, 1.00 kg, er raunhæfur í 95% tilfella, cn á E- og C-flokki,
1.04 kg, og á E- og D-flokki, 1.46 kg, er hnnn raunhæfur í 99% tilfella.
Munurinn á mörþunga dilkgengnu flokkanna (B, C og D) innbvrðis er
hins vegar ekki raunhæfur, enda er hann næstum enginn á B- og' C-fl.
og aðeins 0.46 kg á B- og D-fl, og 0.42 á C- og D-fl.
7