Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Qupperneq 52

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Qupperneq 52
50 Tafla 36. Raunhæfni mismunar á meðalmörþunga flokkanna í kg. Significance of lot difference in the mean weight (kiios) of kidney fat plus caul fat. F milli flokka between lots = 17.11 RRR. Meðalskekkja flokksmeðalt. Tala einstakl. A-flokkur lot A B-flokkur C-flokkur lot B lot C D-flokkur lot D E-flokkur S. E. of No. of lot E mean individuals A-flokkur lot A 4.76 RRR RRR RRR RR 0.256 10 B-flokkur lol B - 2.56 ER ER R 0.209 15 C-flokkur lot C - - 2.52 ER RR 0.150 29 D-flokkur lot D - - - 2.10 RR 0.362 5 E-flokkur lot E - - - - 3.56 0.362 5 RRR = raunhæfur í 99.9% tilfella significant at 0.1% level. RR = raunhæfur i 99% tilfella significant at 1% level. R = raunhæfur í 95% tilfella significant at 5% level. ER ekki raunhæfur not significant. Þessar niðurstöður sýna, að mörsöfnunin veltur fyrst og fremst á því, hvort ærin mjólkar yfir sumarið eða ekki. Miðað við niðurstöðurnar í kafla I, bls. 18, tafla 10, má ganga út frá því, að ærnar í B-flokki, sem voru algeldar veturgamlar, hafi þá um haustið haft meira en 1.5 kg meiri nýrmör og netju en ærnar í C-flokki, sem gengu með iambi veturgamlar. Sá munur á mörþunga þessara flokka hverfur því nær alveg við það, að ærnar i þeim báðum ganga með einu lambi hver tvævetlur. Líklegt er, að mismunur sá á mörþunga B- og C-flokks, sem var til staðar, er ærnar í þessum flokkum voru veturgamlar að hausti. hafi að mestu leyti horfið, er þær voru á annan vetur. Þær sátu þá við sama borð, en ærnar í B-flokki, sem voru feitari um haustið, hafa þurft meira viðhaldsfóður en ærnar i C-flokki og hafa því gengið meira á mörinn og aðra fitu en ærnar í C-flokki, enda léttust ærnar í B-flokki um 3 kg meira að meðaltali en ærnar í C-flokki frá 1. október til 1. fcbrúar, er þær voru á annan vetur, tafla 27. Það er athyglisvert, að þótt mörinn í tvævetlum í C-fl. væri aðeins 1.6% minni en í þeim í B-flokki, þá var fallið 8.6% léttara af þeim fyrr- nefndu, tafla 31. Þetta er öfugt við það, sem verið hefur, þegar þær voru veturgamlar. Miðað við niðurstöðurnar í kafla I, töflu 5, hefur verið hlutfallslega mun meiri munur á mörþunga en fallþunga ánna í B- og C-flokki, er þær voru veturgamlar (16 mánaða), sjá línurit 2 og 7. Tvær orsakir munu liggja til þessa. í fyrsta lagi hefur gengið meira saman með B- og C-flokki á annan vetur, hvað snertir mörþunga en fallþunga, því þegar kind leggur af, lætur hún fyrst fituna, en síðar vöðva og aðra bráðþroskaðri vefi líkamans. í öðru lagi orsakar mjólkur- myndun áa, sem ganga með lambi, það, að þær safna tiltölulega lítilli fitu, einkum í seinþroskuðustu fituvefi likamans á yfirborði fallsins og netju og nýrmör, því sú næring, sem ærin meltir, meðan hún mjólkar lambi, gengur fyrst og fremst til mjólkurmyndunar og svo til viðhalds og' vaxtar hinna lífsnauðsynlegu og bráðþroska líffæra — og líkams- vefja, ef ærin er enn á vaxtarskeiði, — en hinir seinþroskuðustu likams-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.