Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 57

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 57
55 Tafla 39. Raunhæfni mismunar flokkanna á meðalþvermáli brjóstkassans (W) í mm. Significance of lot differences in the mean width of thorax (W), mm. F milli flokka between lots = 7.22 RRR. Meðalskekkja Tala flokksmeðalt. einslakl. A-ílokkur B-flokkur C-flokkur D-flokkur E-flokkur S. E. of No. of lot A lot B lot C lot D lot E mecui indiuiduals A-flokkur lot A 212.5 RR RRR R ER 3.900 10 R-flokkur lot B 197.9 R ER ER 3.184 15 C-flokkur lot C - 189.3 ER R 2.290 29 D-floltkur lot I) - - 193.8 ER 5.515 5 E-flokkur lot E - - - 204.0 5.515 5 RRR == raunhæfur í 99.9% tilfella significant at 0.1% level. RR = raunhæfur í 95% tilfella significant al 1% level. R = raunhæfur i 95% tiR'ella significunt at 5% level. ER = ekki raunhæfur not significant. Frá 16—28 mánaða aldurs hafa þó tvævetlurnar, sem gengu með lambi veturgamlar, unnið upp rúmlega helminginn af því þroskatapi, sem þvermál brjóstkassans varð fyrir við það, að þær gengu með lambi gemlingar. Veturgömlu gimbarnar dilkgengnu höfðu 20.7 mm minna þvermál brjóstkassa en þær algeldu, sjá kafla I, bls. 21, töflu 14. Munur- inn á W-málinu í C- og E-floltki, 14.7 mm, er raunhæfur í 95% tilfella, sem sýnir, að þvermál brjóstkassans á ám, sem gengu með lambi gemlingar, vex mun meira frá 16—28 mánaða aldurs, ef þær eru þá lamblausar en með lambi. Geldar tvævetlur, sem voru dilkgengnar veturgamlar, liafa meira að seg'ja aðeins meira þvermál brjóstkassa en dilkgengnar tvævetlur, sem eru algeldar veturgamlar (E- og B-fl., tafla 39). Eins og getið er um í kafla I, bls. 21, þá ber að gæta þess, að vöðva- og fituþykkt á síðunum hefur áhrif á þvermálið, W. Þess vegna er óvíst, að sá munur á flokkunum, sem kemur fram á þessu máli, orsakist af misjafnri hvelfingu rifjanna. Við athugun á X og Y málunum í töflu 42, bls. 59, kemur þó í ljós, að mismunur á vöðva- og fituþykkt á síðum B- og C-flokks á ekki nema okkurn þátt í þeim mismun á þvermáli brjóstkassans, sem sýndur er í töflu 39. Kjötið á síðum B-flokks er t. d. um 2 mm þykkra á hvorri síðu en í C-flokki og orsakar því næstum helming af mismun á W-málinu hjá þessum flokkum. Kjötið á hvorri síðu fallanna í A-flokki er hins vegar 4 mm þykkra en i E-flokki. Liggur því næstum allur munur á þvermáli hrjóstkassa A- og E-flokks í mismun á kjötþykkt á síðum, og verður því að álykta, að ærnar í E-flokki hafi náð fulli'i rifjaþenslu tvævetrar (28 mán.), þótt þær ættu lömb geml- ingar. Hins vegar vantar svolítið á, að tvævetlurnar í C-flokki hafi náð eðlilegri rifjaþenslu 28 mánaða. Minnsta ummál brjóstkassans, U. Ummál brjóstkassans er mest í A-floklti, 33.8 mm eða 4 % hærra en í B-flokki, en lægst í C-ílokki, 12.6 mm eða 1.5% lægra en í B-flokki, tafla 37. Tafla 40 sýnir, að munurinn á A- og B-flokki og A- og C-flokki er raunhæfur í 99% og

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.