Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 60

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 60
58 fl A-n. | n-n. ^ c-fi. £j D-n. [) E-n Minnsta ummál vinstri framfótleggjar sem pró- senta af lengd hans. Tafla 41 og línurit 9 sýna, að hlutfallið milli minnsta ummáls og lengdar framfótleggjar- ins er aðeins hæst í E- flokki, en lægst í C- flokki. Þessi munur er þó fjarri því að vera raunhæfur (F — 0.75). Þetta lilutfall er 1.9% lægra i C-flokki en B- flokki. Munurinn á þessu máli í hliðstæðum flokkum í kafla I nam 2.8% og var raunhæfur i 95% tilfella. Er þetta sönnun þess, að ummál (þykkt) leggsins í hlut- falli við lengd hans hef- ur aukizt aðeins meira frá 16—28 rnánaða ald- urs i C-flokki, þ. e. á án- um, sem gengu með lambi veturgamlar, en í B-flokki. Þetta hlutfall hefur þó hækkað meira í E-flokki á þessu tímabili en í C-flokki, sem eðlilegt er, þar eð ærnar í E-flokki voru lamhlausar tvævetlur. Þgngd vinstri framfótleggjar. Fótleggurinn er aðeins þyngstur í B-flokki, en léttastur í C-flokki. Þessi munur nemur aðeins 1.35 gr að meðaltali eða 3.0%, tafla 41. Munurinn milli flokka er langt frá því að vera raunhæfur (F — 0.36). Þessar niðurstöður eru í samræmi við það, sem búast mátti við eftir niðurstöðunum í kafla I, bls. 24, að dæma, þar eð ekki var raunhæfur þungamunur á vinstri framfótlegg í A- og C-flokkum við 16 mánaða aldur. Þungi vinstri framfótleggjar pr. cm. Meðalþungi vinstri frainfót- leggjar pr. cm er næstum því jafn í A-, B- og E-flokkum, en 3.3% léttari í D-flokki og 3.4% léttari í C-flokki heldur en í B-flokki, tafla 41. Þessi mismunur flokkanna er þó ekki raunhæfur (F = 0.85). í kafla I, bls. 25, töflu 18, var sýnt fram á, að framfótleggurinn í dilkgengnum gimbrum veturgömlum var léttari pr. lengdareiningu (cm) en í þeim geldu og að sá munur var raunhæfur í 95% tilfella. Frá 16—28 mánaða aldurs hefur dregið svo úr þessum mun, að hann er ekki raunhæfur Lxnurit 9. Áhrif fangs á fyrsta vetri á meðalmál og þunga vinstri framfótleggjar ánna 28 mánaða (B-fl. = 100) effect of breeding gearling ewes on their average left fore cannon bone measurements and weight at 28 months of age (lot B — 100).

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.