Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 69

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 69
67 hvert þeirra fyrir sig hinn raunverulega mun flokkanna á fitumagni fallanna. Tafla 49 sýnir þrjú fitumálin, C, J og Y, samanlögð í öllum flokkum og raunhæfni mismunar flokkanna á þessum málum saman- lögðum. Tafla 49. Raunhæfni mismunar flokksmeðaltalna á C + J + Y málunum í mm. Significance of lot differences in the mean thickness of fat at C + J + Y mm. F milli flokka hetween tots = 9.39 RRR. Meðalskekkja Tala flokksmeðalt. einstakl. A-flokkur B-flokkur C-flokkur I)-fIokkur E-flokkur S.E. of No. of lot A lot B lot C lot D lot E mean i individuals A-flokkur lot A 28.70 RRR RRR RRR R 1.939 10 B-f]okkur lot B 18.46 ER ER ER 1.578 15 C-flokkur lot C - 15.48 ER R 1.139 29 D-flokkur lot D - - 15.00 ER 2.742 5 E-flokkur lot E - - - 21.60 2.742 5 RRR = raunhæfur i 99.9% tilfella significant at 0.1% level. R = raunhæfur í 95% tilfella significant at 5% level. ER = ekki raunhæfur not significant. Þessi 3 fitumál samanlögð eru langhæst í A-flokki, 28.7 mm eða 55.5% hærri en í B-flokki, þar næst í E-flokki, 21.6 mm eða 17% hærri en í B-flokki, næstlægst í C-l'lokki, 15.48 mm eða 16.1% lægri en í B-flokki og lægst í D-flokki eða 18.9% lægri en í B-flokki. Munurinn á A-flokki og öllum hinum flokkunum er raunhæfur og sömuleiðis munurinn á C- og E-flokki, en á hinum flokkunum er munurinn eklti raunhæfur, tafla 49. Niðurstöður af samanhurði fitumálanna hjá þessum 5 flolckum af tvævetlum sýna, að það hefur rnjög mikil áhrif á fitusöfnun þeirra, hvort þær ganga með lambi tvævetrar eða eru þá lamblausar, en þess gætir tiltölulega litið á fitusöfnun tvævetlnanna, hvort þær gengu með lambi eða ekki veturgamlar. Samt sem áður eru þær tvævetlur, sem gengu með lambi veturgamlar, aðeins magrari tvævetrar en hinar, sem voru algeldar veturgamlar (sbr. ærnar í B-fk, og C-fl. og í A-fl. og E-fk). Þessi munur er þó svo Htill, að rannsókn frávika sýnir, að hann nær því ekki að vera raunhæfur i 95% tilfella, nema munurinn á þremur fitumálunum samanlögðum (C-j-J-j-Y) í A- og E-flokki. Munurinn á fitumálum flokkanna eftir þvi, hvort ærnar gengu með lambi veturgamlar eða ekki, er þó nokkru meiri en munurinn á vöðva-, heina- og útvortismálum fallanna. Það er í samræmi við niðurstöð- urnar í kafla I og sýnir enn fremur, að ær, sem ekki hafa náð eðli- legum þroska til 16 mánaða aldurs vegna þess, að þær gengu með lambi veturgamlar, ná að vinna upp til 28 mánaða aldurs hlutfallslega minna af því, sem dró úr fituvextinum en úr vexti annarra líkamsvefja til 16 mánaða aldurs. Áhrif á hæd háþornanna, S. Tafla 50 sýnir meðalhæð háþornsins, S, á næstaftasta brjóstkassahryggjarlið í öllum flokkum og raunhæfni mismunar flokksmeðaltalna þessa máls. 9'

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.