Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 70

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 70
68 Tafla 50. Raunhæfni mismunar flokksmeðaltalna á hæð háþorns næstaftasta brjóstkassahryggjarliðs (S) í mm. Significance of lot differences in the mean length of spinous process (S) mm. F milli flokka between tols = 3.23 R. MeSalskekkja Tala flokksmeðalt. einstakl. A-flokkur B-flokkur C-flokkur D-flokkur E-flokkur S. E. of No. of lot A lot B lot C lot D lot E mean individuals A-flokkur lot A 31.00 ER ER RR ER 0.738 10 B-flokkur lot B - 30.00 ER R ER 0.602 15 C-floklcur lot C - - 29.66 R ER 0.433 29 D-flokkur lot D - - - 27.00 RR 1.044 5 E-flokkur lot E - - - 31.60 1.044 5 RR : = raunhæfur i 99% tilfclla significant at 1% level. R = raunhæfur i 95% tilfella significant at 5% level. ER = ekki raunhæfur not significant. Háþornið er lægst í D-flokki, og er mimurinn á hæð þess í þeim flokki og í öllum hinum flokkunum raunhæfur í 95% til 99% tilfella. Munurinn á þessu máli milli hinna flokkanna er mjög lítill og fjarri því að vera raunhæfur. Mestar líkur eru til þess, að hið lága S-mál í D-flokki orsakist ekki af því, að ærnar í þessurn flokki áttu lömb gemlingar eða voru með 2 lömbum tvævetrar, heldur sé líklegra, að um mun vegna ætternis sé að ræða, því hlutfallslega fleiri af ánum í þessum flokki (3 af 5) en í hinum flokkunum eru af allólíkum ætt- stofni, sjá bls. 37. I C-flokki eru 3 af þessum stofni, en í A-, B- og E-flokki engin. Að vísu ber að athuga það, að háþornin á tvævetlunum eru yfirleitt 2—3 mm hærri en á veturgömlu gimbrunum, sjá töflur 19 og 42. Háþornið virðist því hækka að meðaltali urn allt að 8% frá 16—28 mánaða aldurs, þrátt fyrir það að fótleggirnir lengjast ekkert á sama aldursskeiði, enda eru hryggjarliðirnir á mótum spjaldhryggs og brjóst- kassa með seinþroskuðustu beinum líkamans, Iíammond (1932), Páls- son og Vergés (1952). Dilkgengnu gimbrarnar (C-fl.) í kafla I höfðu 1.2 mm lægra háþorn en þær algeldu. Sá munur var að vísu ekki raun- hæfur, en líkur benda til, að þessi litli munur á hæð háþornanna vinnist ekki að fullu upp hjá ánum, sem gengu með lambi gemlingar og aftur tvævetlur frá 16—28 mánaða aldurs, því háþornið er líka aðeins lægra í C-flokki en í B-flokki á tvævetlunum. F. Áhrif á afurðir tvævetlnanna í dilkum. Tafla 51 sýnir samanburð á! vænleika dilkanna annars veg^r undan tvævetlunum í B-flokki, sem voru geldar veturgamlar og ein- lembdar tvævetrar, og hins vegar undan tvævetlunum í C-flokki, sem voru með lambi veturgamlar og einlembdar tvævetrar. Þar eð hlutfallið milli hrúta og gimbra er ekki hið sama í báðum flokkum, þá er gerður samanburður á hrútlömbum og gimbrarlömbum hvorum fyrir sig. Tvö lömb, annað undan á úr B-flokki, en hitt undan á úr C-flokki, náðust ekki til þess að vega af þeim afurðir. Bæði lirútar og gimbrar undan ánum í B-flokki hafa aðeins þyngra fall en hrútar og gimbrar

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.