Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 73
71
svo litill, að hann hefur engin úrslitaáhrif á það, hvort hagltvæmara
sé að láta gemlinga eiga iömb eða ekki.
Athuganir þessar leiða ekki í ljós, hvort ær, sein koma upp iambi
veturgamlar, koma freinur upp iambi tvævetrar heldur en tvævetlur,
sem voru geldar veturgamlar, þótt tölurnar bendi til slíks, þar eð 10
af 25, er voru geldar veturgamlar, urðu aftur lamblausar tvævetrar,
en aðeins 5 af 39, sem gengu með lambi veturgamlar, urðu lamblausar
tvævetrar, því lambalát var í tvævetlunum á Hesti vorið 1950. Það
byrjaði í kró, þar sem margar tvævetlurnar voru, sem voru geldar
veturgamlar.
Ályktunarorð.
Rannsóknirnar í þessum kafla hafa sýnt, að vænleiki og þroski
tvævetlnanna að hausti, 28 mánaða gamalla, er miklu háðari því, hvort
þær voru geldar eða með lambi tvævetrar heldur en, hvort þær gengu
með lambi eða voru algeldar veturgamlar. Samt sem áður gætir að
nokkru við 28 mánaða aldur þess þroskataps, sem þær ær hafa orðið
fyrir innan 16 mánaða aldurs, sem gengu með lambi veturgamlar. Tví-
geldu tvævetlurnar (A-fl.) eru t. d. nokkru vænni en þær, sem gengu
með lambi veturgamlar, en urðu geldar tvævetrar (E-fl.). Þessi munur
nemur 3.9 kg á þyngdaraukningu þeirra á fæti frá 4 til 28 mánaða
aldurs, 5.25 kg á meðalþunga þein-a á fæti (tafla 27), 3.2 kg á fall-
þunga, 0.44 kg á gæru og 1.2 kg á mörþunga (tafla 31). Munurinn á
söluhæfum afurðum, 4.84 kg, er því næstum jafnmikill og munurinn á
þunga þeirra á fæti. Munurinn á l'allþunganum og mörþunganum er
raunhæfur, en munurinn á þyngdarauka frá 4—28 mánaða aldurs og
munurinn á þunga þessara flokka á fæti er eltki raunhæfur í 95% tilfella.
Við samanburð á útvortismálum fallanna (tafla 37) og málum og þunga
vinstri framfótleggjar (tafla 41) kom í ljós, að þvi nær enginn munur
var á útvortismálum, fótleggjarmálum, þunga fótleggjarins (tafla 41)
og bakvöðvamálunum (tafla 42) í A- og E-flokki og valt á ýmsu um,
í hvorum flokknum málin voru aðeins hærri. Hins vcgar var allmikill
munur á fitumálum þessara tveggja flokka (tafla 42), þótt munurinn
á einstökum fitumálum næði því ekki að vera raunhæfur i 95% tilfella
vegna hárrar meðalskekkju. Aftur á móti var raunhæfur munur milli
þessara flokka á þremur aðalfitumálunum samanlögðum C -j- J + Y
(tafla 49). Þetta sýnir, að ær, sem ganga með lambi veturgamlar, hafa
náð fullum þroska á beinum, vöðvum og vaxtarlagi 28 mánaða gamlar,
ef þær eru lamblausar tvævetrar, samanborið við tvævetlur, sem aldrei
hafa komið upp lambi. Hins vegar gætir þá enn munar á seinþrosk-
aðasta líkamsvefnum, fitunni, og má gera ráð fyrir, að munurinn á
fallþunga þessara flokka liggi allur í mun á fitusöfnun.
Tvævetlurnar, sem gengu með lambi veturgamlar og urðu geldar
tvævetrar, E-fl., reyndust yfirleitt vænni og betur þroskaðar heldur