Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 120
Múlaþing Kaupfélag Héraðsbúa þarf að fá 40 hestöfl af tryggum krafti við rekstur frystihúss síns, og er það því stórt ijárhagslegt atriði fyrir félagið að geta fengið rafmagn í sína þjónustu, en félagið er algjörlega útilokað frá raforku nema í félagi við þorpsbúa. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefi getað aflað mér, eyðir þorpið árlega kolum og olíu fyrir ca. I0.000.oo krónur eftir núgildandi verðlagi. Þorpinu býðst starfræksla á stöðinni [hér er sennilega átt við vatnsréttindi og afnot af landi, lóð undir stöðvarhús og önnur mannvirki\ gegn 6-8 hestöflum af orku stöðvarinnar, er takist af þeim krafti, sem er umfram þarfir þorpsbúa. Geta má þess, að vélahúsið er hugsað svo stórt, að þar megi bæta við ca. 100 hestafla vél. Yrði hún tekin til notkunar, ef ullarverksmiðja risi upp á Austurlandi eða annað aflfrekt fyrir- tæki. Leyfi mér að vænta yðar heiðraða svars við fyrstu þóknanlega hentugleika. Virðingarfyllst. Til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins Reykjavík. Jafnstraumsvélarnar voru slys Eins og fram kemur í bréfmu fer höfundur þess fram á, að ráðuneytið sendi sérfróðan mann austur á Reyðarfjörð til að meta endanlega aðstæður til virkjunar Búðarár og gera síðan fúllnaðaráætlun um verkið eins og segir í bréfinu. Þó að það fínnist hvergi í þeim skjölum, sem fundist hafa um þetta mál, þá má slá því fóstu, að ráðuneytið hafi orðið við ósk Reyðfirðinga um þessa aðstoð og fengið Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra í Reykjavík til þess að taka þetta að sér, en það er vitað með vissu, að það var hann, sem ákvað stærð og gerð vélanna og hefur að öllum líkindum gert útboðslýsingu. Ekki er gott að segja um það nú, hvernig það atvikaðist, en í þessari hönnunarvinnu gerðist slys, sem átti eftir að gera þessa virkjun úrelta áður en hún fór í gang. Vélamar, sem ákveðið var að nota, voru: Túrbína af Pelton gerð með láréttum ási 600 /1080 snún/mín án gangráðs og aðeins með handstillingu. Hún var þýsk smíði eins og aðrar vélar í rafstöðinni. Smíðanúmer hennar var 10507 og smíðaár 1927. Afl hennar var 200 hestöfl og vatnsnotkun við fullt álag 160 1/sek. Rafallinn var jafnstraumsrafall frá A.E.G. 130 K.W. 440 v. með miðtaug eða 2x220 v. eftir því sem menn vilja kalla þetta kerfí. Við þennan rafal var segulmögnunarvél og spennustillir af svokallaðri jámlampa- gerð og að sjálfsögðu handstilliviðnám fyrir spennustillingu. Þessi búnaður átti einn og sér að tryggja jafna spennu á rafkerfinu án þess að gangráður væri við túrbínuna, en fljótlega kom í ljós, að þetta var ófull- nægjandi vegna þess, að ekki er nóg að stilla spennuna við breytilegt álag, heldur verður að stjóma afköstum aflvélarinnar í samræmi við þörfina hverju sinni. Svo má bæta því við, að í upphafi stríðsins slitnuðu öll sambönd við Þýska- land og þess vegna var ekki hægt að útvega varahluti í spennustillinn, sem bilaði um þær mundir. Nánar um þetta síðar. Áður er minnst á, að slys hefði orðið við hönnun þessarar virkjunar og val á vélum og búnaði. Verður nú gerð nokkur grein fyrir í hverju þetta slys er fólgið, en nú er ekki unnt að segja með neinni vissu, hvað þá nokkurri sanngimi, hvers vegna það varð. Ástæðan er einfaldalega sú, að engin gögn hafa fundist, sem varpa ljósi á málið. Fram að þessu höfðu allar virkjanir landsmanna verið 220 volta jafnstraums- virkjanir og allur rafbúnaður að sjálfsögðu verið við það miðaður, þó að þeim, sem lært 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.