Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 20

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 20
að spyrja til vegar á bæjunum á leiðinni. Eini farartálminn, að mér fannst, var Holtavörðuheiðin. Ég vissi að hún var löng og villugjöm. Ég hafði lesið margar sögur um menn, sem urðu úti á fjallvegum, einnig um draugagang í sæluhúsum, en á miðri heiðinni átti að vera sæluhús handa þeim að gista í, sem ekki komust yfir hana í einum áfanga.Ég ákvað því að haga þannig ferð minni, að ég gæti orðið póstinum samferða yfir heiðina, en hann fór milli Staðar í Hrútafirði og Borgarness einu sinni í mánuði. Tíð hafði verið afbragðsgóð þetta haust og þegar hér var komið sögu var jörð alauð, aðeins sást snjóföl á hæstu fjöll- um. Ferðin hófst eins og fyrr segir miðvikudaginn fyrstan í vetri. Skyldi fyrsta dagleiðin verða stutt, aðeins að Þambárvöllum í Bitru. Ég fór ekki af stað fyrr en eftir hádegi og faðir minn ákvað að reiða mig fyrsta spölinn, eða að Óspakseyri að áliðnum degi og hittum við Sigurgeir Ásgeirsson bónda og kaupmann. Hann kvað flutning yfir fjörðinn sjálfsagðan, en bauð okkur fyrst í bæinn til að fá hressingu. Bað hann mig að taka fyrir sig bréf til sýslumannsins á Borðeyri, Halldórs Júlíussonar. Bréf þetta kom mér að miklu gagni, eins og síðar kemur í ljós. Þegar við höfðum þegið góðgerðir hélt ég niður í fjöruna, þar sem piltar Sigurgeirs biðu við litla bátsskel. Fluttu þeir mig yfir fjörðinn, í svokölluð Slitur, sem er gegnt Óspakseyri. Ég rölti svo heim að Þambár- völlum og baðst gistingar og var það auðsótt. Næsta dag var ég snemma á fótum, því nú átti að komast sem lengst. Ég borðaði góðan morgunverð áður en ég lagði af stað og þóttist nú fær í flestan sjó. Veður var hið fegursta, dálítið frost og ákjósanlegasta gang- færi. Ég fór beint af augum upp frá bænum stytztu leið að Guðlaugsvík. Á miðjum Stikuhálsi blasti við mér Hrútafjörður í allri sinni lengd og fannst mér mikið til um. Þessa sömu leið hafði Þorbergur Þórðarson farið nokkrum árum áður og ekkert fundist til um lengd Hrútafjarðar. En þar átti hann líka „sína elsku“ en ég enga, og það gerði gæfumuninn. Þegar ég gekk um hlaðið í Guðlaugsvík stóð þar eldri maður ferðbúinn. Heilsaði hann mér og sagði til nafns síns, sem ég man 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.