Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 20
að spyrja til vegar á bæjunum á leiðinni. Eini farartálminn, að
mér fannst, var Holtavörðuheiðin. Ég vissi að hún var löng og
villugjöm. Ég hafði lesið margar sögur um menn, sem urðu úti á
fjallvegum, einnig um draugagang í sæluhúsum, en á miðri
heiðinni átti að vera sæluhús handa þeim að gista í, sem ekki
komust yfir hana í einum áfanga.Ég ákvað því að haga þannig
ferð minni, að ég gæti orðið póstinum samferða yfir heiðina, en
hann fór milli Staðar í Hrútafirði og Borgarness einu sinni í
mánuði. Tíð hafði verið afbragðsgóð þetta haust og þegar hér
var komið sögu var jörð alauð, aðeins sást snjóföl á hæstu fjöll-
um.
Ferðin hófst eins og fyrr segir miðvikudaginn fyrstan í vetri.
Skyldi fyrsta dagleiðin verða stutt, aðeins að Þambárvöllum í
Bitru. Ég fór ekki af stað fyrr en eftir hádegi og faðir minn ákvað
að reiða mig fyrsta spölinn, eða að Óspakseyri að áliðnum degi
og hittum við Sigurgeir Ásgeirsson bónda og kaupmann. Hann
kvað flutning yfir fjörðinn sjálfsagðan, en bauð okkur fyrst í
bæinn til að fá hressingu. Bað hann mig að taka fyrir sig bréf til
sýslumannsins á Borðeyri, Halldórs Júlíussonar. Bréf þetta kom
mér að miklu gagni, eins og síðar kemur í ljós. Þegar við höfðum
þegið góðgerðir hélt ég niður í fjöruna, þar sem piltar Sigurgeirs
biðu við litla bátsskel. Fluttu þeir mig yfir fjörðinn, í svokölluð
Slitur, sem er gegnt Óspakseyri. Ég rölti svo heim að Þambár-
völlum og baðst gistingar og var það auðsótt.
Næsta dag var ég snemma á fótum, því nú átti að komast sem
lengst. Ég borðaði góðan morgunverð áður en ég lagði af stað og
þóttist nú fær í flestan sjó.
Veður var hið fegursta, dálítið frost og ákjósanlegasta gang-
færi. Ég fór beint af augum upp frá bænum stytztu leið að
Guðlaugsvík. Á miðjum Stikuhálsi blasti við mér Hrútafjörður í
allri sinni lengd og fannst mér mikið til um. Þessa sömu leið hafði
Þorbergur Þórðarson farið nokkrum árum áður og ekkert fundist
til um lengd Hrútafjarðar. En þar átti hann líka „sína elsku“ en
ég enga, og það gerði gæfumuninn.
Þegar ég gekk um hlaðið í Guðlaugsvík stóð þar eldri maður
ferðbúinn. Heilsaði hann mér og sagði til nafns síns, sem ég man
18