Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 34
orðnir mjög aðþrengdir, er þeir náðu í Jökulfjörðu, en gátu þó
ekki fengið þar annan beina en vatn og brauðbita. Danskt skip
sótti mennina til Skutulsfjarðar, en setti þá á land á Patreksfirði.
Þaðan gengu þeir norður í Arnarfjörð, þar sem þeim bauðst far
um haustið til Kaupmannahafnar.“
Heimildarmaður Jóns Helgasonar er að líkindum Þorvaldur
Thoroddsen, en eins og kunnugt er safnaði hann ýmsum merk-
um heimildum varðandi ritsmíðar erlendra manna um Island og
Islendinga fyrr á öldum. Þar eð umræddur bæklingur hefur fyrir
fárra manna augu komið og gerir atburðarás og aðstæðum
furðunákvæm skil í dagbókarstíl, þótti mér ómaksins vert að
þýða úr honum nokkra valda kafla og skoða efni hans lítillega
með hliðsjón af íslenskum samtímalýsingum. Upphaflega var
fjallað um þetta efni í tveimur útvarpsþáttum s.l. ár, en hér
birtist það endursamið og nokkuð breytt. Rúmur aldarfjórð-
ungur er nú liðinn síðan ég las bæklinginn fyrst, en hann er að
finna sem fylgiskjal í athyglisverðri doktorsritgerð hollenskrar
konu, Marie Simon-Thomas. Ritgerðin kom út 1935 og nefnir
höfundur hana á frummálinu „Onze Ijslandsvaarders in de 17de
en 18de Eeuw“,eða „Islandsfarar okkar á 17. og 18. öld“. I þessu
verki sínu fjallar höfundur um verslun, vöruflutninga og sigl-
ingar, hvalveiðar og fiskveiðar við ísland, fálkaveiðar á íslandi
og baráttuna um yfirráð á hafinu, svo nokkuð sé nefnt. Marie
Simon-Thomas er látin fyrir allmörgum árum. Þess má geta til
fróðleiks, að hægri hönd höfundar um öflun og úrvinnslu efnis til
ritgerðarinnar var önnur hollensk kona, dr. Annie C. Kersberg-
en, sem lengi var skjalavörður i Rotterdam og einnig reit dokt-
orsritgerð sína um íslensk málefni og nefndi „Söguefni Njálu“.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi fluttist Annie Kersbergen til Is-
lands, gekk í reglu Karmelsystra í Hafnarfirði, tók sér nafnið
„systir Ólöf“ og gerðist íslenskur ríkisborgari. Hún dvelst enn í
klaustinu í allhárri elli. Systur Ólöfu eru hér með færðar bestu
þakkir fyrir gagnlegar ábendingar í sambandi við texta holl-
enska bæklingsins, sem hér verður tekinn til umfjöllunar.
Telja verður til nokkurra tíðinda að höfundur bæklingsins er
ómenntaður, hollenskur duggukarl, Jan Maartenszoon Groen að
32