Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 83
skemmtunin sem þessi grey hefðu á árinu þegar þeir kæmu og
varð nú engin fyrirstaða með að gefið væri á ferðapelann.
Verslun óx stórum við það að spekulantar komu. T.d. var áður
tekið til meðal heimilis 5® afkaffitil ársinsennú um 30ÍÍ. Áður
5—6 pottar af brennivíni, en nú þótti ekki mikið þó tekin væri
tunna.
Kornvara var flutt laus í skipunum, en brennivínstunnur og
kvartil voru á dreif innanum kornbinginn og þurfti þá oft að
grafa upp ef eftirspumin var meiri eftir brennivíninu en korn-
matnum. Kornvaran var í stórlestinni en tjara og járn í fram-
lestinni.
Til meðal heimilis (10—12 manna) voru teknar 7 tunnur af
kommat. Rúgmjöls hálftunnan (80®) kostaði 8 dali. Sama verð
var á ertum og rúgi en bankabygg var tveim dölum dýrara og
sama verð var á heilrís og hálfrís sem selt var i 100® pokum.
Þekktist sú komvara ekki þar um slóðir fyrr en spekulantarnir
komu.
Brennivínspotturinn kostaði mark en i tunnum kostaði hann
14 skildinga og fylgdi tréð með gefins. Annað áfengi var extrakt,
mjöð og rauðvín. Bæerst öl höfðu spekulantar einnig, en aðeins
sem skipsforða og seldu það ekki, en veittu einstaka mönnum.
Rjól kostaði túmark en rúlla 4 mörk. Vindlar kostuðu ríktsdal
hundraðið, slæm tegund, en aðrir mjög dýrir. Lítið var um
reyktóbak, var það selt í bréfum „Kardus“, „Biskup“ og „Blá-
maður“.
Ull var tekin á túmark pundið, tólg á ríkisort og sellýsi 25 dali
tunnan. Var þetta aðalvara landsmanna. Þá voru og lambskinn
keypt á 8 skildinga, tóuskinn mórauð á 4 dali en hvít á 2 dali.
Selskinn voru ekki seld.
Framanaf komu spekulantar sér saman um vöruverðið áður
en þeir byrjuðu verslunina, en er Glad spekulant kom á skipi sínu
Agnet í Köje þá sveik hann alla þá samninga. Seldi miklu ódýrar
og gaf betur fyrir innlendu vöruna. Glad seldi t.d. kaffið á 20
skildinga, sem hinir seldu á ríkisort. Kom Glad hvert sumarið
eftir annað og urðu hinir spekulantarnir að breyta vöruverði sínu
eftir honum hvort sem þeim var það ljúft eða leitt.
6
81