Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 27
Loks kom stúlkan og lagði á borðið. Notaði ég þá tækifærið og
bað hana að lofa mér að hafa sokkaskipti. Hún varð dálítið
skömmustuleg og baðst afsökunar á hugsunarleysi sínu að
gleyma að spyrja, hvort ég væri votur. Sagðist vera óvön að taka
á móti gestum. Skipti ég svo um sokka, en lítið hlýnaði mér við
það. þegar kominn var háttatími bauð hún mér til sængur í
herbergi inn af stofunni, og þótt rúmfötin væru góð vildi kuldinn
ekki fara úr mér og var því lítið um svefn. Einhverntíma um
nóttina heyrði ég umgang og þóttist vita, að húsráðendur væru
að koma heim. Nokkru fyrir dögun klæddi ég mig og hefði helst
viljað halda strax af stað, en kunni ekki við það og beið þangað
til fólkið kom á fætur. Fyrst kom húsmóðirin og spurði hvort ég
hefði ekki geta sofið. Ég sagði að svo mikill ferðahugur væri í mér,
að hann héldi fyrir mér vöku. Vildi ég nú komast á leiðarenda
fyrir kvöldið. Hún vildi ekki annað heyra nefnt, en ég neytti
einhvers matar áður en ég færi, og lét ég það gott heita, þótt
matarlyst hefði ég enga. Hún kom brátt með mikinn og góðan
mat, eins og best gerðist á sveitabæjum. Ég neyddi ofan í mig
dálitlu af matnum, en fann það á húsfreyju, að henni þótti
miður, h\'að ég gerði matnum lítil skii. Nú kom húsbóndinn inn
og spurði ég hvað næturgreiðinn kostaði. Hann kostaði 4 krónur.
Bóndinn sagði mér, að hann væri að senda vinnumann sinn
niður í dal með hestvagn, og væri nú tilvalið fyrir mig að fá að
sitja í kerrunni, ekki síst vegna þess, að á leið minni væru nokkrar
ár, allar óbrúaðar. Eg tók því með þökkum og hélt niður fyrir
túnið, þar sem vinnumaður beið ríðandi með kerruhest í taumi.
Þegar nær kom sá ég að þarna var sá mállausi kominn. Ég hefði
nú helst viljað að hann færi leiðar sinnar á undan mér, en hann
benti mér að setjast í kerruna og gerði ég það. Nú fór hann á
brokk og kom þá heldur betur hristingur á kerruna, því vegurinn
var grýttur mjög. Mátti ég hafa mig allan við að righalda mér,
svo ég hentist ekki sitt á hvað, eða jafnvel út úr farartækinu.
Notaði ég því tækifærið þegar við höfðum farið yfir fyrstu ána að
smeygja mér úr kerrunni, gaf honum merki um að fara sína leið
og hvarf hann mér von bráðar.
Eg var nú aftur orðinn einn og miklu verr á mig kominn en
25