Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 53
Torfi Guðbrandsson:
Þættir úr
menningarsögu
Strandamanna
Það hefur fallið í minn hlut að rekja í stuttu máli nokkra
þætti í menningarsögu Strandamanna. Þar sem tími er
naumur til umráða verður aðeins hægt að stikla á stóru.
Hlýtur því margt undan að falla, sem verðugt hefði verið að
draga fram i dagsljósið. Hin markvissa framrás tímans er iðin við
að breiða blæju gleymskunnar yfir daglegt líf og afrek forfeðra
vorra. En þegar tjaldið er dregið frá sviði sögunnar má sjá, að
tengsl okkar við fyrri kynslóðir eru furðu sterk. Við skyldum því
minnast þess, er við hrósum okkur fyrir unnin afrek og ágæti, að
velgengnin, sem við búum við í dag, er ekki alfarið okkar eigin
framtaki að þakka, heldur jafnframt störfum þeirra kynslóða,
sem á urídan fóru. Þær ruddu brautina og bættu í farangur
okkar þeim dýrmæta menningararfi og því góða vegarnesti, sem
gerði okkur kleift að halda veislu í farangrinum og jafnvel bregða
stórum svip yfir dálítið hverfi.
Fyrir um það bil fjórum áratugum var Hermann Jónasson,
hinn dáði þingmaður okkar Strandamanna, á leið norður í
kjördæmi sitt. Með Hermanni var ferðafélagi, gott ef ekki póli-
tískur andstæðingur, en það skiptir ekki máli, heldur hitt, að sá
51