Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 30

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 30
væri kominn heim, því svo skein umhyggjan og hlýjan úr úr orðum hennar og athöfnum. Meðan á þessu stóð, spurði fólkið mig spjörunum úr um ferð mína og önnur tíðindi. Leysti ég úr því eftir bestu getu. Sagði það mér, að örstutt væri frá Amarholti að Hvítárbakka. Ferðinni væri nánast lokið. Þótti mér það góðar fréttir. Þegar ég hafði matast komu til mín tveir unglingspiltar, synir hjónanna, og buðu mér að koma upp í baðstofu og spila. Leist mér vel á það. fjórði maður var vinnumaður á bænum, dálítið við aldur. Spiluðum við nú vist fram eftir kvöldinu og gleymdi ég allri þreytu og áhyggjum í fyrsta skipti frá því ferðin hófst. þegar leið að háttatíma kom húsmóðirin og sagði að nú væri mál að hætta og timi til kominn fyrir lúinn ferðamann að fara að sofa. Við lögðum óðar frá okkur spilin og vísaði hún mér á rúm, sem ég átti að sofa í. Ég háttaði strax og var ekki fyrr lagstur út af, en ég var steinsofnaður og vaknaði ekki fyrr en næsta morgun, þegar húsfreyja kom með morgunkaffið að rúmi mínu, þá liðið langt fram á morgun og allt fólkið löngu komið á fætur og til vinnu sinnar. Færði húsfreyja mér einnig sokka mína, þvegna og þurra, og var nú mikil munur á þeim, eða kvöldið áður. Sagði hún mér að bóndi sinn vildi hafa tal af mér, þegar ég væri koininn á fætur. Ég gerði kaffinu og kökunum góð skil og flýtti mér svo í fötin. En það sem mig undraði mest var það, að öll þreyta var horfin, ég var eins og nýr maður. Svona var gott að gista í Arnarholti, hjá Ragnheiði Torfadóttur og Hirti Snorra- syni, alþingismanni. Húsfreyja fylgdi mér nú til skrifstofu bónda síns, þar sem hann sat við skrifborð sitt, hlaðið bókum og skjölum. Ekki laust við að ég væri dálítið feiminn við svona háttsettan mann, en það hvarf brátt, því hann var hinn alúðlegasti. Ræddu þau hjónin við mig um stund. Þegar ég spurði húsbóndann hvað ég ætti að borga fyrir næturgreiðann, bandaði hann frá sér með hendinni og kvaðst ekki vera vanur að selja gistingu. Síðan kvaddi ég þing- manninn og þakkaði með eins vel völdum orðum og ég gat fyrir móttökumar, en hann óskaði mér alls góðs. Frú Ragnheiður fylgdi mér svo út á hlað og sýndi mér stefnuna, sem halda skyldi. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.