Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 45
lygnari en verið hafði, svo að við gátum hugað að skipunum.
Stýrimennirnir vörpuðu hlutkesti um á hvoru skipinu skyldi
byrja. Upp kom hlutur síldarskipsins.“
Hér notar sögumaður hollenska orðið „buis“ yfir samfylgdar-
skipið. Skip af þessari gerð voru belglaga og burðamikil og
einkum notuð til síldveiða, en einnig til annarra veiða, eins og
fram kemur hér. Önnur algeng gerð skipa voru svokallaðar
húkkortur, sem voru öllu rennilegri skip til siglinga, og af þeirri
gerð mun duggan „De Jonge Alida“ hafa verið. En hvernig gekk
svo að koma skipunum á flot?
„Tuttugu og fjórir menn saman gerðum við allt, sem í okkar
valdi stóð til að koma skipinu á flot. Sjórinn hafði kastað báðum
skipunum allhátt á land upp og auk þess sat síldarskipið fast í
tveggja feta djúpri leðju. Við toguðum allt hvað af tók í akkerið,
sem enn lá í sjó, en skipið mjakaðist ekki spönn. Við urðum því
að hverfa frá vonsviknir og gefast upp við að koma skipinu á flot.
Þann sjöunda september reyndum við að koma húkkortunni á
flot. Við tókum úr henni fisktunnurnar og dældum úr henni sjó.
Undir kvöld tók að flæða og þá upphófust hróp um að nú væri
skipið alveg að losna. En þegar við komum um borð, sáum við,
að það valt ennþá í fari sínu. Við héldum þó áfram á meðan við
eygðum einhverja vonarglætu. Við dældum stöðugt og drógum
akkerisfestina, sem enn var í sjó, allt til enda. En allt kom fyrir
ekki. Húkkortan mjakaðist ekki frekar en síldarskipið daginn
áður. Þegar hér var komið sást ekki tangur né tetur af ísnum, sem
hafði hrakið okkur svona langt á land upp með skipin. Var nú
harmur okkar síst minni við það að geta ekki komið skipunum á
flot. Reyndar höfðu þau orðið fyrir svo miklu hnjaski, að stór-
hættulegt gat reynst að halda þeim til hafs. Öll von okkar um að
komast heim á eigin skipum var nú fyrir borð borin. Og til að
komast sjálfir heim til föðurlandsins voru nú ekki önnur úrræði
en að treysta á hjálp og velvild íslendinga. Við sendum því bréf
til sýslumannsins og báðum hann um hjálp til að komast heim.
Meðan við biðum eftir svari milli vonar og ótta, fauk tjaldið um
43