Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 45

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 45
lygnari en verið hafði, svo að við gátum hugað að skipunum. Stýrimennirnir vörpuðu hlutkesti um á hvoru skipinu skyldi byrja. Upp kom hlutur síldarskipsins.“ Hér notar sögumaður hollenska orðið „buis“ yfir samfylgdar- skipið. Skip af þessari gerð voru belglaga og burðamikil og einkum notuð til síldveiða, en einnig til annarra veiða, eins og fram kemur hér. Önnur algeng gerð skipa voru svokallaðar húkkortur, sem voru öllu rennilegri skip til siglinga, og af þeirri gerð mun duggan „De Jonge Alida“ hafa verið. En hvernig gekk svo að koma skipunum á flot? „Tuttugu og fjórir menn saman gerðum við allt, sem í okkar valdi stóð til að koma skipinu á flot. Sjórinn hafði kastað báðum skipunum allhátt á land upp og auk þess sat síldarskipið fast í tveggja feta djúpri leðju. Við toguðum allt hvað af tók í akkerið, sem enn lá í sjó, en skipið mjakaðist ekki spönn. Við urðum því að hverfa frá vonsviknir og gefast upp við að koma skipinu á flot. Þann sjöunda september reyndum við að koma húkkortunni á flot. Við tókum úr henni fisktunnurnar og dældum úr henni sjó. Undir kvöld tók að flæða og þá upphófust hróp um að nú væri skipið alveg að losna. En þegar við komum um borð, sáum við, að það valt ennþá í fari sínu. Við héldum þó áfram á meðan við eygðum einhverja vonarglætu. Við dældum stöðugt og drógum akkerisfestina, sem enn var í sjó, allt til enda. En allt kom fyrir ekki. Húkkortan mjakaðist ekki frekar en síldarskipið daginn áður. Þegar hér var komið sást ekki tangur né tetur af ísnum, sem hafði hrakið okkur svona langt á land upp með skipin. Var nú harmur okkar síst minni við það að geta ekki komið skipunum á flot. Reyndar höfðu þau orðið fyrir svo miklu hnjaski, að stór- hættulegt gat reynst að halda þeim til hafs. Öll von okkar um að komast heim á eigin skipum var nú fyrir borð borin. Og til að komast sjálfir heim til föðurlandsins voru nú ekki önnur úrræði en að treysta á hjálp og velvild íslendinga. Við sendum því bréf til sýslumannsins og báðum hann um hjálp til að komast heim. Meðan við biðum eftir svari milli vonar og ótta, fauk tjaldið um 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.