Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 94
Ingvar Agnarsson:
Nokkur orð um
Sigríði Guðmundsdóttur
Sigríður Guðmundsdóttir (f. 23.10.1854/d. 20.9. 1938), var
dóttir Guðmundar Benónýssonar bónda á Munaðamesi (f. 1.
maí 1811. d. 6. júní 1866) og Guðrúnar Jónsdóttur, frá Reykja-
nesi (d. 30. des. 1875, 58 ára).
Sigríður mun um margt hafa verið hin merkasta kona, vel
gefin og fróðleiksfús.
Talsverðrar menntunar mun hún hafa aflað sér á eigin spýtur,
og fékkst við kennslu barna og unglinga um mörg ár víða á
bæjum í Árneshreppi. Á síðustu æviárum sínum var Sigríður oft
tíma og tíma á ýmsum bæjum í sveitinni og hjálpaði til við
tóvinnu og ýms önnur störf.
Ég minnist þess, að nokkrum sinnum var hún á Steinstúni hjá
foreldrum mínum. (Þau fluttust þaðan 1927.) Eitt sinn var hún í
móvinnu hjá foreldrum mínum, vortíma, og fór ég með heitt
kaffi til hennar í móinn. í annað skipti var hún hjá okkur um
tíma að vetrarlagi og var þá að spinna. Ég minnist með mikilli
ánægju, að eitt sinn sýndi hún mér í kistil sinn, sem hún hafði
með sér, en í honum hafði hún m.a. nokkrar bækur. Þar var
barnablaðið Æskan, margir árgangar, innbundnir í tvær bækur.
Voru þær vel með farnar, og hélt hún mikið upp á þær. Ég mun
hafa verið um níu ára gamall er þetta var, og mun hafa verið
orðinn allvel stautandi. Hún lánaði mér þessar Æskubækur, og
lagði ríkt á við mig að fara vel með þær, sem ég mun hafa gert
eftir bestu getu. Las ég flest, sem í þessum bókum stóð, og hafði
92