Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 108
lengi eins og helst er útlit fyrir og skip komast ekki á hafnir hér
kringum Strandaflóa.
Nú er sagður kominn góður afli við fsafjarðardjúp þar sem á
sjó verður komist fyrir ísum. Á Steingrímsfirði hefur veiðst tölu-
vert af hákarli upp um ísinn en mest kveður að þeim afla á
Eyjum, þar eru sagðir komnir 1000 hákarlar að tölu smáir og
stórir, hefi ég heyrt að þar væri í 20 staði að skipta í félaginu.
ísinn liggur enn á Strandaflóa hreyfingarlaus. f sama bréfi segir
svo. 24. fyrra mánaðar sálaðist að Broddanesi madama Guð-
björg Jónsdóttir níræð að aldri eftir 5 ára legu af ellilasleik og
sjúkdómi, hún var í orðsins fyllsta skilningi heimilis- og sveitar-
stoð og sómi allan þann tíma er hún lifði á heimili heilbrigð og
réði þar sem húsmóðir, fyrst kona og seinast húskona, þar til hún
lagðist í rúmið og væri vel vert að minning hennar væri á loft
haldið. Hvað mikið hún hefur fátækum gefið vita fáir eins og það
var nema sá sem launar það fátækum er gefið.
í Bolungarvík við ísafjarðardjúp fékkst hvalur undan ís, ná-
lægt sjötugur að lengd og tveir eða þrír að sagt er í Sæmundarvík
á Ströndum vestra.
Úr bréfi úr Reykhólasveit
í Barðastrandarsýslu, d. 3/3 1881
Hér var mesta grasbrestssumar á engjum en tún í betra lagi
því að votviðri voru að vorinu en engjar spruttu mest eftir
túnaslátt til rétta, um þann tíma voru hér miklir þurrkar fram í
september að óveður komu og rigningar með kröpum á fjöllum,
varð því lítill heyskapur fyrir útigangs fénað en nýttist vel, þá
kom allvíða kast fyrir réttirnar með talsverðri fannkomu á fjöll-
um svo víða fennti þar fé og slæmar urðu heimtur. Þá missti síra
Bjarni Sigvaldason 50 ær er hröktust þar í á skammt frá bænum
á Stað í Steingrímsfirði og síra Eyjúlfur Jónsson á Melgraseyri
missti þá einnig 2 hesta og 30 fjár, þá var um tíma bærilegt veður
en eftir það haustið umhleypinga- og illviðrasamt, veturinn
lagðist að með snjókomum, illviörum og miklum frostum á milli
og síðan hefir það verið veðráttufarið í vetur og harðasta vetrar-
tíð svo að elstu menn muna ekki aðra eins og miklu harðari en
106