Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 68

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 68
meðferðis hrafn, sem hún segir konunni að láta sem sé afkvæmi sitt. Mun karl þá ekki óska eftir að eignast fleiri slík. Nú lætur konan sem hún taki léttasóttina og er kerling hjá henni sem nærkona hennar. Hljóðar konan og ber sig illa, þar til hún lætur sem fæðingin sé afstaðin. Fer þá kerling til bónda með reifastrangann og fær honum. Karl tekur við tveim höndum og flýtir sér undir strompinn, því engir voru ljórarnir á kotinu, sem bæru næga birtu við þetta tækifæri. Hækkar heldur á honum brúnin þegar hann sér fram- an í litla krílið og segir: „Ó, já, já, harðeygur, snareygur með hátt nef að framan, skyldi það vera líkt mér a’tarna?“ I sama bili tók krummi viðbragð, reif af sér dúðurnar og hvarf upp um strompinn. En karl var þess fullviss að barnið hefði orðið uppnumið og var ánægður, þótt hann sæi eftir þessu föngulega afkvæmi. Ekki má sköpum renna Laust fyrir síðustu aldamót var á bæ einum á Ströndum ungur vinnumaður. Hann gekk að allri vinnu eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bæ var mikil sjósókn og var vinnumaður vel liðtækur til þeirra starfa. En þegar hann var um tvítugsaldur, sagði honum gömul kona, sem þótti forspá, að hann myndi í sjó drukkna. Hét vinnumaður því að aldrei skyldi hann fara á sjó framar og hélt dyggilega það heit sitt. Liðu svo árin. Nú gerist maðurinn gamall og hrumur, en hafði þó ferlivist. Eins og áður er getið var sjór sóttur af kappi þarna og komust menn oft í hann krappann. Eitt sinn sem oftar komu menn hraktir af sjó, og var ekki á þeim þurr þráður. Voru þeir drifnir úr vosklæðunum og þau undin upp í bala sem var í framhýsi einu. Ekki var hellt úr balanum þá strax og vildu griðkonur bíða birtu og betra veðurs til að roga honum út í hlaðvarpann. 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.