Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 68
meðferðis hrafn, sem hún segir konunni að láta sem sé afkvæmi
sitt. Mun karl þá ekki óska eftir að eignast fleiri slík.
Nú lætur konan sem hún taki léttasóttina og er kerling hjá
henni sem nærkona hennar. Hljóðar konan og ber sig illa, þar til
hún lætur sem fæðingin sé afstaðin. Fer þá kerling til bónda með
reifastrangann og fær honum.
Karl tekur við tveim höndum og flýtir sér undir strompinn,
því engir voru ljórarnir á kotinu, sem bæru næga birtu við þetta
tækifæri. Hækkar heldur á honum brúnin þegar hann sér fram-
an í litla krílið og segir: „Ó, já, já, harðeygur, snareygur með hátt
nef að framan, skyldi það vera líkt mér a’tarna?“
I sama bili tók krummi viðbragð, reif af sér dúðurnar og hvarf
upp um strompinn. En karl var þess fullviss að barnið hefði orðið
uppnumið og var ánægður, þótt hann sæi eftir þessu föngulega
afkvæmi.
Ekki má sköpum renna
Laust fyrir síðustu aldamót var á bæ einum á Ströndum
ungur vinnumaður. Hann gekk að allri vinnu eins og lög gera ráð
fyrir. Á þessum bæ var mikil sjósókn og var vinnumaður vel
liðtækur til þeirra starfa.
En þegar hann var um tvítugsaldur, sagði honum gömul kona,
sem þótti forspá, að hann myndi í sjó drukkna. Hét vinnumaður
því að aldrei skyldi hann fara á sjó framar og hélt dyggilega það
heit sitt. Liðu svo árin.
Nú gerist maðurinn gamall og hrumur, en hafði þó ferlivist.
Eins og áður er getið var sjór sóttur af kappi þarna og komust
menn oft í hann krappann. Eitt sinn sem oftar komu menn
hraktir af sjó, og var ekki á þeim þurr þráður. Voru þeir drifnir
úr vosklæðunum og þau undin upp í bala sem var í framhýsi
einu. Ekki var hellt úr balanum þá strax og vildu griðkonur bíða
birtu og betra veðurs til að roga honum út í hlaðvarpann.
66