Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 33
Ingi Karl Jóhannesson:
Hafísævintýri
hollenskra
duggara á
Hornströndum
sumarið 1782
í hinu ágæta fróðleiksriti Jóns Helgasonar, öldinni átjándu
1761—’800, er eftirfarandi frásögn að finna á bls. 151 undir
ártalinu 1783: „1 Hollandi er kominn út bæklingur, er segir frá
hrakningum hollenskrar skipshafnar, sem missti skip sitt á
Homströndum í fyrrasumar í ágústmánuði, og ofríki, er strand-
mennirnir voru beittir af Islendingum. Skip þetta hét „De Jonge
Alida“ og var frá Vlaardingen. Það lenti í ís við Norðurland,
ásamt fleiri skipum, og var það að hrekjast lengi sumars. í lok
ágústmánaðar rak skipið á land á Hornströndum, og þar gengu
skipverjar af því strönduðu.
Strandmennirnir komust eigi þegar i stað brott sökum veðurs,
og gerðist það, á meðan þeir biðu, að landsmenn komu, beittu þá
ofbeldi og settust að vistum þeirra. Urðu Hollendingar að horfa
á þá eta og drekka matföngin og flytja sumt brott. Strand-
mennirnir gerðu sýslumanni héraðsins boð. Kom hann sjálfur á
vettvang og ráðstafaði ferð þeirra til Skutulsfjarðar. Laust fyrir
miðjan septembermánuð var varnaður þeirra fluttur til Furu-
fjarðar á skipsbátunum, en þaðan vestur í Jökulfjörðu á seytján
hestum. Sjálfir urðu skipsbrotsmennirnir að ganga, og voru þeir
31