Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 35

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 35
nafni, háseti á húkkortunni „De Jonge Alida“. í umræddri veiðiferð var skipið undir stjóm Frans van den Broek, stýri- manns. Aðrir skipverjar eru ekki nafngreindir, en þeir voru tólf talsins. Frásögn sína nefnir höfundur „Dagbók um hrakninga og raunir áhafnarinnar á skipinu De Jonge Alida“, og upphafs- kaflinn er á þessa leið: „Markmið mitt, heiðruðu lesendur, með því að skrifa þessa dagbók var aðeins það að svala almennri forvitni, einkum sveit- unga minna og þeirra, er ég deildi örlögum með. Svo mjög gengu raunir okkar þeim til hjarta, — svo og björgun okkar úr þeim, jafnskjótt og fréttin barst þeim til eyma, — að ég gæti ímyndað mér að dálítið nánari lýsing og frekari vitneskja um þetta væri þeim ekki á móti skapi. Þetta er mér ennþá ljúfara og kærara að gera fyrir þá sök, að hrakningar þeir, er ég ætla að lýsa og var þátttakandi í, hafa kennt mér af eigin raun hversu mjög menn- irnir eru háðir samúð meðbræðra sinna, að hún fyrirfinnst ekki almennt, og hve mikið sérhver maður, sem lendir í eymd og nauð, á þeim upp að unna, sem sýna nærgætni og samúð. Ég vona því, að allir þeir, sem lesa þessa frásögn, hafi þetta markmið mitt í huga, og að enginn lesenda minna líti svo á, að ég vilji með þessu afla mér rithöfundarnafns. Þótt mönnum nú á dögum virðist ekki þurfa að vera mikið til lista lagt til þess að teljast meðal rithöfunda, þá er slíkt ekki alltaf til sóma. Og svo ósýnt er mér um að skrifa þolanlegan stíl, þótt ekki sér meira sagt, að ég biðst auðmjúklega afsökunar á öllum þeim misfellum, sem les- endur, er einhverrar menntunar hafa notið, hljóta að rekast á í þessari ritsmíð. Það, sem kann að reynast ófyrirgefanlega gallað í þessu tilliti, vonast ég þó til að bæta upp með þeirri nákvæmni, sem ég hef reynt að beita til þess að ná umræddu markmiði mínu. Ég byrjaði nefnilega ekki að skrifa þessa dagbók þá fyrst er ég var kominn heilu og höldnu heim til föðurlandsins. Þá gæti ég ekki munað eða sagt frá öllu í réttri röð og sannleikanum sam- kvæmt, hversu mjög sem ég bryti heilann um það. En frá og með 9. ágúst, eftir að ferð okkar var orðin áhyggjusöm vegna margs 3 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.