Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 65
þótt ekki bæru allir gæfu til að sýna það eins vel í verki og
Tungusveitungar.
Enn er þess að geta, að þrátt fyrir rífleg gjafaloforð, og viðbót
síðar þá hrukku þau ekki til að greiða byggingarkostnaðinn, sem
varð 2154 kr. Skulduðu hreppsbúar því smiðnum Guðmundi
Bárðarsyni tæpar 900 krónur. Skuldin hefði þó verið stærri, ef
Guðmundur hefði ekki sýnt þann drengskap og stórhug, að gefa
mikinn hluta vinnu sinnar og manna sinna, en auk þess hafði
hann lagt út allan kostnað vegna efniskaupa og séð um aðflutn-
inga. Það var skilningi og velvild sýslunefndarinnar að þakka, að
Guðmundur fékk nokkru seinna byggingarreikninginn greiddan
að fullu með fé úr hinum gamla Fellsskólasjóði. Kom þar vel í
ljós framsýni sýslunefndar, að hafa ekki látið að þeirri beiðni
forðum, að skila aftur sýsluskólafénu, er eignarhlutinn í Felli var
seldur. Nú var þetta fé því til reiðu og látið af hendi eins og fyrsta
skólanefndin fór fram á með bréfi 29. mars 1897. Og jafnframt
var sýslunefndinni skýrt frá samþykkt, er gerð hafði verið á
almennum hreppsfundi, um að gefa sveitunum frá Stikuhálsi
norður að Trékyllisheiði kost á að nota skólann fyrir allt að 18
nemendur árlega.
Þannig má ljóst vera, að litið hefur verið á Heydalsárskólann
sem sýsluskóla fyrstu áratugina a.m.k., enda notfærðu ýmsir sér
þann rétt, sem í því fólst. Jafnvel voru þess dæmi að nemendur
norðan Trékyllisheiðar og innan úr Hrútafirði stunduðu nám í
skólanum, þó löng og torsótt væri sú leiö á þeim tíma.
Sjálf starfsemi Heydalsárskólans verður ekki rakin hér, en
hann þjónaði tveim hlutverkum um meir en hálfrar aldar skeið,
því að auk þess, sem þar fór fram kennsla barna og unglinga, þá
var hann miðstöð sveitarinnar í félags- og skemmtanalífi allt þar
til félagsheimilið Sævangur kom til sögunnar árið 1957. Síðast
varkennt í Heydalsárskólanum veturinn 1949—50.
Fjórtán árum síðar var þetta gamla og merka hús rifið til
grunna. En Skólabarðið, brattasta brekkan í Heydalsártúninu,
mun lengi minna á, hvar fyrsti skóli Strandamanna stóð og
starfaði.
63