Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 65

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 65
þótt ekki bæru allir gæfu til að sýna það eins vel í verki og Tungusveitungar. Enn er þess að geta, að þrátt fyrir rífleg gjafaloforð, og viðbót síðar þá hrukku þau ekki til að greiða byggingarkostnaðinn, sem varð 2154 kr. Skulduðu hreppsbúar því smiðnum Guðmundi Bárðarsyni tæpar 900 krónur. Skuldin hefði þó verið stærri, ef Guðmundur hefði ekki sýnt þann drengskap og stórhug, að gefa mikinn hluta vinnu sinnar og manna sinna, en auk þess hafði hann lagt út allan kostnað vegna efniskaupa og séð um aðflutn- inga. Það var skilningi og velvild sýslunefndarinnar að þakka, að Guðmundur fékk nokkru seinna byggingarreikninginn greiddan að fullu með fé úr hinum gamla Fellsskólasjóði. Kom þar vel í ljós framsýni sýslunefndar, að hafa ekki látið að þeirri beiðni forðum, að skila aftur sýsluskólafénu, er eignarhlutinn í Felli var seldur. Nú var þetta fé því til reiðu og látið af hendi eins og fyrsta skólanefndin fór fram á með bréfi 29. mars 1897. Og jafnframt var sýslunefndinni skýrt frá samþykkt, er gerð hafði verið á almennum hreppsfundi, um að gefa sveitunum frá Stikuhálsi norður að Trékyllisheiði kost á að nota skólann fyrir allt að 18 nemendur árlega. Þannig má ljóst vera, að litið hefur verið á Heydalsárskólann sem sýsluskóla fyrstu áratugina a.m.k., enda notfærðu ýmsir sér þann rétt, sem í því fólst. Jafnvel voru þess dæmi að nemendur norðan Trékyllisheiðar og innan úr Hrútafirði stunduðu nám í skólanum, þó löng og torsótt væri sú leiö á þeim tíma. Sjálf starfsemi Heydalsárskólans verður ekki rakin hér, en hann þjónaði tveim hlutverkum um meir en hálfrar aldar skeið, því að auk þess, sem þar fór fram kennsla barna og unglinga, þá var hann miðstöð sveitarinnar í félags- og skemmtanalífi allt þar til félagsheimilið Sævangur kom til sögunnar árið 1957. Síðast varkennt í Heydalsárskólanum veturinn 1949—50. Fjórtán árum síðar var þetta gamla og merka hús rifið til grunna. En Skólabarðið, brattasta brekkan í Heydalsártúninu, mun lengi minna á, hvar fyrsti skóli Strandamanna stóð og starfaði. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.