Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 101
aflandsvindur. Innan við Skipaklett er Skipaklettsvík og Nesvík
er tók við inn af Skipaklettsvík og nær alla leið niður í Kol-
beinsvíkumestá. í nestánni ruddi faðir minn vör og setti bát sinn
þar er hann réri að heiman. Þessar tvær víkur tóku við öllum
reka, því ekkert staðnæmdist í fjöru annarsstaðar, þar sem sjór
féll í bakka.
Kolbeinsvíkurdalur liggur miðsvæðis fram milli Kolbeinsvík-
urfjalls og Byrgisvíkurfjalls, á rennur eftir miðjum dalnum til
sjávar, norðan við ána eru mýrarflækjur og ná þær ekki lengra
fram en rétt í dalsmynnið, fram í miðjum dal er mýrafláki sem
kallaður er Dalsmýri, á henni hvíla þau álög að hver sem slær
hana til nýtingar þá annaðhvort tapast heyið í veður eða ef
fénaði er gefið heyið þá drepst hann af því að éta það. Utan
þessara mýrarfláka eru engar slægjur í dalnum en beitiland er
sitt hvoru megin ár inn að fjallsrótum og krækiberjaland allgott.
Á þessum grasmýrum mátti heyja eitthundrað votabandshesta
með því að skipta slægjunni til helminga, sitt árið hvorn hluta.
Áin á upptök sín í vatni sem stendur hátt uppi í svokölluðum
Þröskuldum, þrír lækir renna í vatnið og eiga þeir upptök sín inn
á Skreflufjalli, úr vatninu renna aðrir þrír lækir niður Þröskuld-
ana og mynda þeir ána.
Þegar komið er norður fyrir Spenann taka við sléttar grundir
sem ná heim að túngarði sem hlaðinn er úr grjóti. Það er gömul
sögn, að skriða hafi fallið úr fjallinu á túnið og stöðvast þar, en
bóndinn sem þá bjó í Kolbeinsvík hafi tekið stærsta grjótið og
hlaðið garðinn sem enn stendur.
Bærinn í Kolbeinsvík stendur á hól, frá bænum að grjótgarð-
inum sem er um sextiu faðma vegalengd er slétt flöt, efst á þessari
flöt voru fjárhúsin, túninu hallaði til sjávar og í miðju túni
mótaði fyrir garði og var þessi flöt kölluð efri flöt en flötin fyrir
neðan garðbrotið var kölluð neðri flöt, þaðan lá skurður alla leið
niður að Birgisvelli, en það voru óræktarmóar sem náðu inn á
grundir og út að bæjarlæk, þar var þúfnastykki sem lá frá
Birgisvelli upp að Hrauni en svo nefnist fylla ein mikil er runnið
hefur úr fjallinu og bærinn stendur undir. Um það er fyllan rann
úr fjallinu er eftirfarandi sögn. I Kolbeinsvíkurfjalli bjó skessa
99