Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 59
Að stofna skóla við þær aðstæður var slíkt stórátak og menn-
ingarafrek fyrir fámenna sveit, að við hljótum að undrast og dást
að þeim Strandamönnum sem slíku Grettistaki lyftu til fram-
dráttar fræðslumálum í sýslunni. Já, Strandamenn hafa sann-
arlega lengi sterkir verið. Síðar komu skólar á Borðeyri, Hólma-
vík, Finnbogastöðum, Drangsnesi, Klúku í Bjarnafirði og nú
síðast á Broddanesi. Allir þessir skólar eiga einhverja baráttu-
sögu að baki, en hér verður aðeins staldrað við fáeina þætti úr
sögu þess fyrsta, Heydalsárskólans. Það hlýtur að vekja athygli
hve rætur Heydalsárskólans teygja sig langt aftur í tímann.
Hann á tvímælalaust upphaf sitt að rekja til þessarar framfara-
öldu, sem Lestrarfélag Tröllatungu og Fellssafnaða hratt af stað,
laust fyrir miðja 19. öldina. Eins og áður er getið þá var þetta eitt
af fyrstu lestrarfélögum á landinu og reyndar held ég, að ekki sé
hægt að gera menningarsögu Strandamanna viðhlítandi skil án
þess að draga starfsemi þess fram í dagsljósið.
Eins og kunnugt er lá Alþingi niðri á fyrri helmingi 19. aldar.
Á þeim eymdar- og niðurlægingarárum lágu Islendingar í eins
konar öskustó. Lestrarfélagið áðurnefnda var stofnað til að hefja
Strandamenn upp úr öskustónni og kenna þeim að bera höfuðið
hátt.
Það voru þrír ungir menn með framfara- og frelsishugsjónir
Jóns Sigurðssonar að bakhjarli, sem ákváðu að láta til skarar
skríða 13. desember árið 1845 í erfisdrykkju Einars Jónssonar
dbm. að Kollafjarðarnesi . . Þessir hvatamenn félagsins voru
Halldór Jónsson prestur í Tröllatungu og synir Einars Jónssonar
þeir Ásgeir á Kollafjarðarnesi og Torfi á Kleifum á Selströnd.
Félagssvæðið var í fyrstu miðað við Tungusveit og Kollafjörð
en vegna vaxandi vinsælda var félagið opnað fyrir alla sýslubúa
árið 1849. Náðu áhrif félagsins þannig ótrúlega víða og jafnvel
voru dæmi um félagsmenn í nærliggjandi sýslum.
Hér verð ég að skjóta merkilegu atriði inn í frásögnina, sem
varða endalok félagsins. En það var einmitt stærð svæðisins og
fjöldi meðlimanna, sem varð félaginu síðar að falli, með því, að
enginn treysti sér til að taka að sér félagsfundina eftir að Ásgeir
Einarsson flutti frá Kollafjarðarnesi að Þingeyrum árið 1861.
57