Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 17

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 17
lamin. Það var ljóta ferðin. Það voru mínir verstu dagar þegar ég þurfti að fara með heylestina á sumrin, eftir að ég varð fullorðin, fór ég stundum labbandi til Hólmavíkur, ýmist ein eða með öðrum, fórum við þá upp frá Litla-Fjarðarhorni, var það nokkuð styttra. Einu sinni fór með mér stúlka, sem nú býr á Siglufirði. Fórum við þá fjall til Hólmavíkur en með bæjum til baka. Var það mín skemmtilegasta Hólmavíkurferð, þó við færum gang- andi. Stundum kom bátur með fisk og fleiri vörur upp á sand. Var þá breitt á í Litla-Fjarðarhorni því þangað sést frá Þrúðar- dal. Enginn var þá síminn. Var þá farið með hest og kerru eftir vörum. Öll mín uppvaxtarár, og kannske lengur annaðist sami maður hreinsun hunda. Hét hann Sigurður Magnússon. Ég held að hann hafi haft það starf bæði í Strandasýslu og Dalasýslu, en veit ekki hvort hann hefur haft báðar sýslurnar alveg. En ég heyrði alla segja að hann væri sérstaklega vandvirkur þó aðstaða væri víða mjög slæm. Þá áttu hundarnir að vera inni í tólf tima áður en þeir voru baðaðir. Alltaf stóð Sigurður yfir þeim hvernig sem veður var, þó hann yrði að standa úti. Aðeins var honum hjálpað við að gefa hundunum inn lyfið og líka við að baða þá. Oft kölluðu menn hann Sigga hundadoktor eða hundalækni. Alltaf var hann gangandi í þessum ferðum, með poka á baki og staf í hendi. Hann kom oft að Þrúðardal, sem og víðar, og fór þá að kveða í rökkrinu. Sjálfsagt mætti margt segja um þennan sómakarl, sem stundaði þetta frekar óhuggulega og erfiða starf með framúrskarandi samviskusemi og nákvæmni til dauðadags. Einu sinni hvarf hnífur í Þrúðardal, og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. En löngu síðar er hætt var að hugsa um hann, var það eitt kvöld, að mamma var frammi í búri, sá hún hnífinn á búrborðinu. Eins var það með greiðu, sem alltaf var geymd á sama stað, hún hvarf, og mikið leitað en fannst ekki. En var svo löngu seinna þar sem hún var alltaf geymd. Enginn kannaðist við að hafa fundið hana. Hver ástæðan til þessa er er ekki gott að vita. Óhugsandi að nokkur á heimilinu hafi farið að glettast svona án þess að viðurkenna það. Faðir minn var með þeim fyrstu, að fá sér útvarp. Var að því 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.