Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 21

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 21
nú ekki lengur hvert var. Mæltist hann til samfylgdar við mig, sem ég kvað heimilt, þótt ég sæi fram á að það mundi verða mér til tafar, því hann virtist mjög hægfara. Það kom líka fljótt í ljós, svo mér fannst við aðeins mjakast áfram, en ég kunni þó ekki við að fara undan honum. Svona þumlunguðumst við áfram síðla dags komum við að Stóru-Hvalsá. Þar átti þá heima kunningi minn, Eysteinn Einarson, sem nú er vegavinnuverkstjóri og býr austur við Markarfjót. Ég vildi hafa tal af honum og spurði um hann. Var mér sagt að hann væri staddur á Litlu-Hvalsá og bauð bóndi að lána mér hest yfir ána, sem rann milli bæjanna, en samferðamanni mínum bauð hann að ganga í bæinn. Varð ég hvorutveggja feginn og ekki síst að losna við gamla manninn, sem hafði tafið ferð mína svo mjög. Að Litlu-Hvalsá hitti ég Eystein. Sagðist hann skreppa heim og ná í hesta og reiða mig eitthvað áleiðis og leist mér vel á það. Ég kom svo inn á Litlu- Hvalsá og þáði góðgerðir hjá Búa Jónssyni og Guðrúnu Brandsdóttur. Eftir stutta stund kom Eysteinn með hestana og fannst mér nú mikill munur á feðalaginu, því hestarnir voru viljugir og gott að spretta úr spori á sléttum grundunum. Að Bæ í Hrútafirði komum við í rökkurbyrjun og afréð ég að taka þar náttstað. Eg hélt því heim að bænum, en Eysteinn þeysti til baka á hestum sínum. í Bæ var nýbyrjaður búskap maður að nafni Jón Dungal, ættaður úr Reykjavík, að ég hygg. Hann var stórhuga og vildi fitja upp á ýmsum nýjungum. Meðal annara hafði hann byrjað á refarækt, en til allrar ógæfu höfðu refimir sloppið út úr girðingunni fyrir nokkrum dögum og léku nú lausum hala í nærliggjandi fjárhögum. Nokkrir höfðu þá náðst, sumir lifandi, aðrir verið skotnir, en meiri hlutinn var þó enn laus. Ég átti von á að hitta fyrir niðurbrotinn mann, vegna skaðans, en það var öðru nær. Var hann hinn skrafhreifnasti, bauð mér til stofu og sat lengi á tali við mig um kvöldið. Meðal annars sagði hann mér rækilega til vegar þegar til Borgarfjarðar væri komið. Furðaði ég mig á því, að menntaður maður úr Reykjavík skyldi eyða svona tíma sínum á fáfróðan sveitastrák. Átti ég þama ágæta nótt. Daginn eftir var risið úr rekkju með birtingu. Var þá skipt um 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.