Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 21
nú ekki lengur hvert var. Mæltist hann til samfylgdar við mig,
sem ég kvað heimilt, þótt ég sæi fram á að það mundi verða mér
til tafar, því hann virtist mjög hægfara. Það kom líka fljótt í ljós,
svo mér fannst við aðeins mjakast áfram, en ég kunni þó ekki við
að fara undan honum. Svona þumlunguðumst við áfram síðla
dags komum við að Stóru-Hvalsá. Þar átti þá heima kunningi
minn, Eysteinn Einarson, sem nú er vegavinnuverkstjóri og býr
austur við Markarfjót. Ég vildi hafa tal af honum og spurði um
hann. Var mér sagt að hann væri staddur á Litlu-Hvalsá og
bauð bóndi að lána mér hest yfir ána, sem rann milli bæjanna,
en samferðamanni mínum bauð hann að ganga í bæinn. Varð ég
hvorutveggja feginn og ekki síst að losna við gamla manninn,
sem hafði tafið ferð mína svo mjög. Að Litlu-Hvalsá hitti ég
Eystein. Sagðist hann skreppa heim og ná í hesta og reiða mig
eitthvað áleiðis og leist mér vel á það. Ég kom svo inn á Litlu-
Hvalsá og þáði góðgerðir hjá Búa Jónssyni og Guðrúnu
Brandsdóttur. Eftir stutta stund kom Eysteinn með hestana og
fannst mér nú mikill munur á feðalaginu, því hestarnir voru
viljugir og gott að spretta úr spori á sléttum grundunum.
Að Bæ í Hrútafirði komum við í rökkurbyrjun og afréð ég að
taka þar náttstað. Eg hélt því heim að bænum, en Eysteinn
þeysti til baka á hestum sínum. í Bæ var nýbyrjaður búskap
maður að nafni Jón Dungal, ættaður úr Reykjavík, að ég hygg.
Hann var stórhuga og vildi fitja upp á ýmsum nýjungum. Meðal
annara hafði hann byrjað á refarækt, en til allrar ógæfu höfðu
refimir sloppið út úr girðingunni fyrir nokkrum dögum og léku
nú lausum hala í nærliggjandi fjárhögum. Nokkrir höfðu þá
náðst, sumir lifandi, aðrir verið skotnir, en meiri hlutinn var þó
enn laus. Ég átti von á að hitta fyrir niðurbrotinn mann, vegna
skaðans, en það var öðru nær. Var hann hinn skrafhreifnasti,
bauð mér til stofu og sat lengi á tali við mig um kvöldið. Meðal
annars sagði hann mér rækilega til vegar þegar til Borgarfjarðar
væri komið. Furðaði ég mig á því, að menntaður maður úr
Reykjavík skyldi eyða svona tíma sínum á fáfróðan sveitastrák.
Átti ég þama ágæta nótt.
Daginn eftir var risið úr rekkju með birtingu. Var þá skipt um
19