Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 62
lestrarfélagið endurreist og bókaleifum gamla félagsins safnað
saman fyrir forgöngu séra Arnórs Árnasonar á Felli. En sá var
munurinn, að nýja félagið hugði ekki á nein stórvirki í atvinnu-
og menningarmálum, það helgaði sig bókunum einum. Þetta
félag starfaði þó ekki lengi, því að fljótlega var bókunum skipt
milli Kirkjubóls- og Fellshreppa og stofnuð tvö sjálfstæð lestr-
arfélög, sem enn eru við lýði.
Sýsluskólahugsjónin var lífseig. Hún var geymd en ekki
gleymd í nær 2 áratugi. Og sumarið 1880 hófst almenn fjár-
söfnun í allri Strandasýslu og skyldi fénu varið til að byggja
sýsluskóla. Þau samskot fóru fram á vegum sýslunefndarinnar og
er almennt talið að sýslunefndarmaðurinn og bændahöfðinginn
Benedikt Jónsson á Kirkjubóli í Tungusveit hafi verið aðaldrif-
fjöðrin í því máli. Alls nam samskotaféð um 1000 kr. og var því
varið til að kaupa hluta í jörðinni Fell í Kollafirði, þar sem
skólanum var ætlaður staður. Nú skorti 800 kr. á að gjafaféð
entist til jarðakaupanna og enn var eftir að byggja skólann, því
að bæjarhúsin á Felli voru ekki hæf til skólahalds. Nýrra sam-
skota var þó ekki leitað, því að um þær mundir dundu harðindin
miklu yfir, er krepptu aðsýslubúum og landsmönnum öllum í sjö
ár. Samtimaheimild telur, að þá hafi mannfelli ekki verið forðað,
ef gjafakorns- og hallærislána hefði ekki notið við. Þar með
stöðvaðist skólabygging Strandamanna í annað sinn.
En þótt húsakynni væru léleg á Felli var reynt að halda þar
uppi kennslu sjálfan frostaveturinn mikla 1881—2, þrátt fyrir
erfiðar aðstæður til skólahalds. Strandasýsla veitti 100 kr. styrk
til þeirrar kennslu og er það, að því er ég best veit, fyrsta fjár-
framlag sýslunnar til menntamála. Var þar myndarlega af stað
farið, því að upphæðin samsvarar 1 milj. króna í dag.
Strax og hallærinu létti og hagur manna blómgaðist að nýju
var skólamálið tekið á dagskrá. Og í nóvembermánuði árið 1891
lagði Guðmundur hreppstjóri Bárðarson er þá bjó á Kollafjarð-
arnesi fram teikningu af hinu fyrirhugaða skólahúsi. Teikningin
er geymd á þjóðskjalasafni: Fellsskólamál. Þrír veggir hússins
skyldu vera úr torfi, en hinn fjórði úr timbri þ.e.a.s. framhliðin.
En það sem vakti mesta athygli var, að þakið á þessari fyrir-
60
J