Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 24
Borgaði ég svo næturgreiðann með tveimur krónum og var það
fyrsta greiðslan sem ég innti af hendi síðan ferðin hófst, en alls
staðar hafði ég boðið borgun fyrir gistingu. Veður var gott, fryst
hafði um nóttina, heiðskír himinn og logn. Eg gekk upp á veginn
og beiö nú þess, að pósturinn, sem ég hafði sett allt mitt traust á,
kæmi.
Dagsbirtan var nú farin að færast á austurloftið, og einhvern
veginn fannst mér hugrekkið vaxa með birtunni. Ekki hafði ég
beðið lengi þegar hófatak margra hesta heyrðist á melunum
utan við túnið. Brátt komu nokkrir töskuhestar í ljós, þá ríðandi
fólk, karlar og konur, og seinast pósturinn, er ég þekkti á lúðrin-
um, sem var einkenni allra landpósta. Eg stöðvaði hann og
mæltist til samfylgdar yfir heiðina. Mér virðist hann horfa með
dálítilli meðaumkun á þennan drengstaula, sem stóð þama við
götubrúnina. Síðan sagði hann hægt og rólega:
„Því miður hef ég engan lausan hest handa þér að sitja á, en
þú getur nú fylgst með okkur héma upp heiðarbrekkurnar, því
þá förum við bara fetið. Svo er nú hætt við að þú dragist aftur úr.
Annars verður gott veður í dag og vegurinn er greinilegur.
Einnig liggur síminn meðfram honum, svo engin hætta er á að
þú villist.“
Síðan lét hann hest sinn tölta af stað þar til hann náði lestinni,
en ég þrammaði á eftir og hugsaði mér að dragast ekki aftur úr
fyrr en í fulla hnefana.
Gangfæri var gott, frosið á pollum og götur alauðar. Vel gekk
mér að hafa við póstlestinni, þar til upp úr heiðarbrekkunum var
komið, því þá fóru hestamir að fara greiðar. Hljóp ég þá við fót
til að hafa við þeim. Loks kom að því að ég gafst upp við að
fylgja lestinni eftir og lét hana fara sína leið, enda var ég orðinn
sveittur og móður af hlaupunum.
Veður var eins gott og verið gat, logn og sólskin, loftið hreint
og tært og fjallsýn hin fegursta. Ég þekkti Eiríksjökul, því hann
hafði ég séð af höfðanum heima. Nú fannst mér hann vera
gamall kunningi. Á hægri hönd var svo Tröllakirkja, það hafði
ég séð á korti. Þótt mér fyndist ég vera mjög smár i þessum
22