Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 24

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 24
Borgaði ég svo næturgreiðann með tveimur krónum og var það fyrsta greiðslan sem ég innti af hendi síðan ferðin hófst, en alls staðar hafði ég boðið borgun fyrir gistingu. Veður var gott, fryst hafði um nóttina, heiðskír himinn og logn. Eg gekk upp á veginn og beiö nú þess, að pósturinn, sem ég hafði sett allt mitt traust á, kæmi. Dagsbirtan var nú farin að færast á austurloftið, og einhvern veginn fannst mér hugrekkið vaxa með birtunni. Ekki hafði ég beðið lengi þegar hófatak margra hesta heyrðist á melunum utan við túnið. Brátt komu nokkrir töskuhestar í ljós, þá ríðandi fólk, karlar og konur, og seinast pósturinn, er ég þekkti á lúðrin- um, sem var einkenni allra landpósta. Eg stöðvaði hann og mæltist til samfylgdar yfir heiðina. Mér virðist hann horfa með dálítilli meðaumkun á þennan drengstaula, sem stóð þama við götubrúnina. Síðan sagði hann hægt og rólega: „Því miður hef ég engan lausan hest handa þér að sitja á, en þú getur nú fylgst með okkur héma upp heiðarbrekkurnar, því þá förum við bara fetið. Svo er nú hætt við að þú dragist aftur úr. Annars verður gott veður í dag og vegurinn er greinilegur. Einnig liggur síminn meðfram honum, svo engin hætta er á að þú villist.“ Síðan lét hann hest sinn tölta af stað þar til hann náði lestinni, en ég þrammaði á eftir og hugsaði mér að dragast ekki aftur úr fyrr en í fulla hnefana. Gangfæri var gott, frosið á pollum og götur alauðar. Vel gekk mér að hafa við póstlestinni, þar til upp úr heiðarbrekkunum var komið, því þá fóru hestamir að fara greiðar. Hljóp ég þá við fót til að hafa við þeim. Loks kom að því að ég gafst upp við að fylgja lestinni eftir og lét hana fara sína leið, enda var ég orðinn sveittur og móður af hlaupunum. Veður var eins gott og verið gat, logn og sólskin, loftið hreint og tært og fjallsýn hin fegursta. Ég þekkti Eiríksjökul, því hann hafði ég séð af höfðanum heima. Nú fannst mér hann vera gamall kunningi. Á hægri hönd var svo Tröllakirkja, það hafði ég séð á korti. Þótt mér fyndist ég vera mjög smár i þessum 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.