Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 26
Nú fór rökkrið að síga á og því betra að hraða ferðinni. Eg
reyndi að hlaupa við og við, en var þá orðinn töluvert dasaður.
Ég man hvað mér fannst draugalegt í giljunum, sérstaklega þar
sem gatan lá yfir svokallað Kattarhrygg, en þar var hún á ör-
mjóum gilbarmi og Norðuráin á hina hönd. Þessi leið var lögð
niður þegar bílvegur var lagður um dalinn.
Það var komið kolamyrkur þegar ég kom að Sveinatungu. þar
var stórt steinhús, eitt hið fyrsta sem byggt var í sveit hér á landi.
Hvergi sást Ijós í glugga, en ég gekk að dyrum og barði þrjú högg,
eins og siður var í þá daga. Góð stund leið og enginn kom, svo ég
barði aftur. Þótti mér nú vandast málið, ef enginn væri heima.
Jú eitthvert skrölt heyrðist að innan. Hurðin opnaðist og út kom
fullorðinn karlmaður. Ég heilsaði og spurði hvort hægt væri að
fá gistingu. En nú vandaðist málið. Maðurinn æmti hvorki né
skræmti, en pataði eitthvað út í loftið með höndum og fingrum.
eg spurði aftur í hærri tón hvort hægt mundi vera að fá gistingu
og hvort húsbóndi eða húsmóðir væru heima. Sama patið með
höndunum. Nú fór alvarlega að fara um mig. Var ég kominn á
einhvern vitlausraspítala? En hér sannaðist sem oftar, að þegar
neyðin er stærst er hjálpin næst. Aftan við manninn birtist ung
stúlka, og oft hef ég glaðst við að sjá unga stúlku, en líklega aldrei
meir en í þetta skipti, því hún gat talað. Sagði hún gistingu
velkomna, en húsbóndi og húsmóðir væru ekki heima. Hefðu
farið vestur í Dali, en væru væntanleg heim um kvöldið eða
nóttina. Út af hegðun mannsins gaf hún þá skýringu, að hann
væri mállaus, en því fyrirbrigði hafði ég ekki kynnst fyrr. Bauð
hún mér til stofu, en fór svo fljótt aftur, sennilega til eldhúsverka.
Eg var votur upp fyrir hné, því margar ár og læki hafði ég vaðið
um daginn og einnig var ég sveittur af göngunni. Setti nú brátt
að mér kuldahroil, því engin upphitun var í stofunni, en talsvert
frost úti. Eg kunni ekki við að fara úr bleytunni, án þess að tala
við neinn og sat nú þarna um stund.
Meðan á þessu stóð og ég skalf af kuldahrolli, heyrði ég hófa-
dyn og bcislahringl neðan frá veginum, og þóttist vita að þar
færi pósturinn, sem og líka var. Hafði honum dvalist þetta við
rjúpnaveiðarnar.
24