Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 114

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 114
djúpar og var þá fyrst stungið upp allt yfirborð mógrafarinnar þar til komið var það langt niður að erfitt fór að verða að kasta hnausunum upp á bakkann, þá var skilinn eftir stallur í mó- gröfinni og hnausunum kastað upp á hann, en þar stóð annar maður og kastaði upp á bakkann, hnausarnir voru teknir með báðum höndum þegar þeim var kastað upp á bakkann og urðu menn að vera berhentir og stinga fingrunum í hnausinn til að ná taki á honum því mórinn var háll átektar og alveg vonlaust að hafa vettlinga á höndum því móleðjan settist svo í þá. Seinna komu svo kvíslar eða gafflar til sögunnar og var þá allt auð- veldara við uppkastið úr mógröfunum, en þetta gátu reynst hættuleg verkfæri ef gálauslega var með þau farið og fyrir kom að banaslys hlaust af. Venjulega var byrjað á að taka mógröf út frá mógröfum frá árinu áður, þessar gömlu mógrafir voru oftast fullar af vatni og varð því að hafa vegg á milli svo vatnið rynni ekki inn í nýju gröfina. Þessi veggur var kallaður „vatnsbakki“, væri þess ekki gætt að hafa vatnsbakkann nógu þykkan kom fyrir að hann sprakk undan vatnsþunganum að utan frá, ekki man ég eftir að slys hlytist af þessu, en menn fengu þó óvænt bað því ekki var auðvelt að forða sér ef gröfin var orðin djúp. Fleiri grafir voru teknar út frá þeirri fyrstu og þurfti þá ekki vatnsbakka ef fyrsta gröfin var þurr og þótti það þægilegri og betri aðstaða. Að síðustu var svo vatnsbakkinn stunginn niður eins og hægt var og flæddi þá vatn um svæðið þar sem mórinn hafði verið tekinn upp. Aldrei var gengið svo frá mógröfum að loknum móskurði að ekki væru stungin skörð í grafarbakkana svo skepnur sem kynnu að falla niður í þær ættu auðvelt með að komast upp úr þeim. Fleira þurfti að gera við móskurð en að ná honum úr jörðunni, en þá voru notaðar fjölbreyttar aðferðir, ein var sú að hlaða hnausunum í köst á bakkanum þannig að hver hnaus var tekinn um leið og hann kom upp á bakkann og látinn upp á endann í köstinn og var föst regla að hnausinn snéri eins og í jörðinni, neðri endi niður, efri endi upp, þannig var kösturinn látinn standa í þrjá til fjóra daga áður en hann var fluttur á þurrkvöll, þá hafði mikil bleyta sigið úr mónum, hann varð þéttari í sér og fór betur í meðförum við að færa hann á þurrkvöllinn. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.